Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 93 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 Jurtagróðurinn og jökultíminn. Um alllangt skeið hafa vísindamenn á Norðurlöndum fengizt við að rannsaka, hvort jurtalíf hafi verið í löndum þeim og Norð- urheimskautslöndunum yfirleitt á ísöldinni eða jökultímanum. Framan af ríkti sú skoðun, að löndin hefðu öll verið ísi hulin, og allt jurtalíf því útilokað. Síðar, þegar hinum mikla fimbulvetri létti af, hefðu plönturnar smám saman numið land, þar sem áður var ördeyða ísaldarinnar. Til Skandinavíu og Finnlands, en um þau lönd hefir rannsóknin einkum snúist, hefði því allur jurta- gróður orðið að flytjast inn annað hvort frá austri eða suðri, en af því leiddi aftur, að þær tegundir, sem nú finnast í þessum löndum, bæði háfjallagróður og aðrar, hefðu fyrst náð að festa þar rætur eftir síðasta vetrarskeið jökultímans. Plöntuleifar, er í jörðu fundust, virtust styrkja þessa skoðun. En ýmsar ástæður ollu því, að menn tóku að efast um réttmæti þessara kenninga. Einn hinn fyrsti vísindamaður, sem lét í ljós verulegan efa um réttmæti „auðnarkenningarinnar“, var norski grasafræðingurinn Axel Blytt. Hann bendir á það meðal annars, að meðal fjalljurta Skandinavíu eru allmargar tegundir af vestrænum uppruna, þ. e. frá Grænlandi og Ameríku. En ólíklegt var, að þær hefðu komið sunnan úr Evrópu eftir ísöld. Nærtækari þótti honum sú skýr- ing, að hér væri um að ræða tegundir, sem borizt hefðu til Skan- dinavíu á meðan enn voru landtengsli milli Evrópu og Grænlands, en síðan hefðu tegundir þessar lifað af öll harðindi jökultímans á íslausum svæðum, sem verið hefðu í Skandinavíu. En til þess að tilgáta þessi fengi staðist, varð að gera ráð fyrir, að landbrú- in, sem tengdi saman Grænland, ísland, Skotland og Vestur-Nor- eg, hefði haldizt fram undir byrjun jökultímans. Það var um 1880, sem Blytt kom fram með þessa tilgátu sína, og með henni var opnuð leiðin til nýrra rannsókna um þessi efni. Enda er málum þessum svo komið nú, að fyrir starf og rannsókn- ir fjölmargra grasafræðinga aðhyllist mikill þorri norrænna fræðimanna þá skoðun, að meiri hlutinn af háfjallagróðri Skan- dinavíu hafi lifað þar yfir jökultímann, eða a. m. k. síðasta vetr- arskeið hans. Þá hafi verið íslaus svæði með vesturströnd Nor- egs, og ef til vill einnig á norðurströndinni allt austur á Kola- skaga. Það, sem einna fyrst gaf þessari kenningu byr í seglin, var,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.