Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 24

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 24
100 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiimiimmiiiiiiiimiimmiiimmimiimiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimi leifar af flóru þess tíma. ÞriSja og fjórða mynd sýna útbreiðslu þessara tegunda. Það sést, að maríulykillinn er hvergi fundinn annarsstaðar á landinu nema á einum stað við Eskifjörð, en hins vegar er dvergstörin útbreidd um Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýsl- ur og fundin á þremur stöðum öðrum að minnsta kosti, en svo lítil planta getur auðveldlega leynzt víðar. Á 3. mynd sést, að lot- sveifgrasið er fundið við Eyjafjörð á tveimur stöðum, á öræfun- um norðaustan við Vatnajökul er það allútbreitt, en er auk þess 4. mynd. Útbreiðsla dvcrgstarar (Carex pedata) á Islandi. fundið á Landmannaafrétti og í Hvannadal í Öræfum. tJt frá þessu er að minnsta kosti ekki hægt að segja, að þær bendingar, sem gróðurfræðin gefur, mótmæli tilgátunum um þessi íslausu svæði, heldur virðist hún fremur benda í þá átt að styðja þær. Þá skal staðar numið að sinni. Eg hefi hér getið um þessar skoðanir meðal annars í því skyni að benda á viðfangsefni í rann- sókn á útbreiðslu íslenzkra plantna. Eg hafði í fyrstu ætlað að gera hér einnig lítilsháttar samanburð á fjallagróðri hér og í Skandinavíu, en slíkt hefði orðið of langt mál og verður því að bíða betri tíma. Akureyri, 1. apríl 1937. Steindór Steindórsson frá Hlöðum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.