Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 28

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 28
104 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiimimiiiimiimmimiiiimmiimimimimmmiiiiimimimiimmmmiimmmimimimmiiiimimimmmmiiiiiiiimiiiir Um fardaga farfuglanna. (Úr bréfi frá hr. Sigurði Björnssyni á Kvískerjum, dags. þ. 12. sept. 1936). „Um fardaga farfuglanna í ár, er það fyrst að segja, að þeir eru fæstir farnir enn, eða þá fáir. Þó virðist mér að þeim hafi heldur fækkað hér síðan þ. 8. þ. mán. Þann dag sá ég samt einn óðinshana, þrjár maríuerlur og ca. 40 kríur; ennfremur nokkra spóa, lóur, kjóa, skúma og þúfutittlinga. Steindeplarnir eru sennilega farnir. I gær (11. sept.) sá ég ekki nema 15 kríur og þá aðeins úti við sjó. Óðinshana sá ég síðast í gær“. •— •— „Um fuglalífið hér má geta þess, að svartbakurinn varp mjög vel í vor, en unginn drapst mest allur tæplega hálfvaxinn. Ef til vill hefir valdið því ætisleysi. Þ. 7. þ. m. sá ég ófleygan skúmsunga og um þrjá aðra vissi ég ófleyga, fram að s.l. mán- aðamótum. Mun það vera sjaldgæft að þeir séu svona seinir á sér. Vorið 1932 fann ég fyrstu skúmseggin þann 9. maí, en það er nokkru fyrr en venja er til“. (M.B.). Tilbreytni í dýraríkinu og kirtlastarfsemin. Innrásarkirtlar, eða blindir kirtlar, eru þeir kirtlar í líkömum manna og dýra nefndir, sem veita vökva sínum beint inn í blóðið (og lymfuna) til aðgreiningar frá þeim kirtlum, sem veita vökva sínum inn í meltingarfærin, eða út á yfirborð líkamans. Einn af innrásarkirtlunum er skjaldkirtillinn (Glandula thyre- oidea). Hann er framan á barkanum ofanverðum og barkakýlinu neðanverðu. Kirtilvökvi hans nefnist thyroxin. Kirtlar þessir (innrásarkirtlarnir) eru í öllum dýrum af hrygg- dýrafyikingunni. Hamskipti og Thyroxin. Af hryggdýrunum er, sem kunnugt er, einn flokkur, sem tekur

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.