Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1950, Side 3

Náttúrufræðingurinn - 1950, Side 3
Árni Friðriksson: Sigurleifur Vagnsson 18. júlí 1897 — 2. marz 1950 SigurleifurVagnsson léztí Reykja- vík 2. marz þ. á. Hann var fæddur hinn 18. júlí 1897 að Kleifastöðum í Gufudalssveit. Foreldrar hans voru Vagn Guðmundsson, bóndi þar, og kona hans, Þuríður Gísladóttir. Lif- ir Vagn enn í hárri elli. Eigi verða ættir Sigurleifs raktar hér. Nóg að geta þess, að hann er kominn af traustum breiðfirzkum stofnum í báðar ættir. Ungur fluttist Sigurleifur með foreldrum sínum að Hallsteinsnesi í Þorskafirði og dvaldist þar síðan þangað til hann lagði út í lílið 14 vetra gamall. Fluttist hann þá, vorið 1912, til Bíldudals. Stundaði hann sigurleifur Vagnsson fyrst í stað sjómennsku og landvinnu þá, sem til féll, en réðst síðan til verzlunarstarfa þar á staðnum, enda gerði hann sér far um að mennta sig eftir föngum, lærði t. d. ensku, dönsku ogsitt hvaðannað. Fyrst starfaði hann hjá Hannesi B. Stephen- sen, en síðar hjá Ágústi Sigurðssyni. Árið 1921 festi Sigurleifur ráð sitt og kvæntist Viktoríu Kristjáns- dóttur, Gíslasonar að Gljúfrá í Arnarfirði. Varð þeim hjónum tveggja sona og þriggja dætra auðið. Synirnir eru nú báðir dánir. Árið 1984 varð fjölskyldan fyrir því áfalli, að bæði hjónin tóku „hvítu veikina". Urðu þau að leita hælisvistar og koma börnunum fyrir um sinn, hjá NáttúrufrœOingurinn, 2. hefti 1950 5

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.