Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 40
Jón Eyþórsson:
Prófessor Antonio Baldacci
ísland og Ítalía
eru mestu eldfjalla-
lönd Norðurálfu,
og forn trú er það,
að Etna taki að
ókyrrast, þegar
Hekla gýs. En langt
er á milli landanna
og gagnkvæm kynn-
ing ítala og íslend-
inga af skornum
skammti, þótt tals-
verð verzlun hafi
verið milli þeirra
síðustu áratugina.
Nú hefur svo
einkennilega skip-
azt, að ítalskur vís-
indamaður, prófess-
or Antonio Baldac-
ci, áður forseti vís-
indafélagsins í Bol-
ogna, hefur tekið
sér fyrir hendur að
affa sér vitneskju um ísland og fræða landa sína um náttúru fandsins
og þjóðina. Líkfega hafa fregnir um nokkurn jarðhita hér á fandi
fyrst vakið athygfi Baldacci, en Ítalía er forgönguland um notkun
jarðhita til framleiðslu rafmagns. Nokkuð er það, að hann skrifaði
Steinþóri Sigurðssyni magister skömmu eftir stríðslokin og bað hann
um ýmsar heimildir og fróðleik frá íslandi. Eftir fráfaB Steinþórs
hafa undirrituðum borizt nokkur bréf og allmargar ritgerðir um ís-
land frá Baldacci. M. a. hefur hann ritað grein með ágætum myndum
um síðasta Heklugosið í eittlivert vandaðasta tímarit ítala. Hann hef-
ur skrifað Iangar greinar um sögu landsins, sjálfstæðisbaráttu þess,
skólamál, náttúru, notkun jarðhita o. s. frv.