Náttúrufræðingurinn - 1951, Síða 12
6
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
í brandinum. Starir þær, senr kynnu að hafa vaxið á þeim tímum,
hafa þó sennilega verið allt aðrar tegundir en þær, sem vaxa hér nú.
Aftur á móti er ekki ósennilegt að ætla, að margar þær starir, er uxu
hér seinast á Pliocen, séu sömu tegundar og þær, sem vaxa hér enn
í dag, enda þótt við gerum ekki ráð fyrir óslitnu háplöntulífi á
Pleistocentímanum hér á landi. En þá verðunr við að trúa því, að
laxrdið hafi verið í tengslum við suðlægari löncl og gróðurinn hafi
aðeins lropað undan kuldanum til hlýrri landsvæða og lreimsótt okk-
ur á nýjan leik, þegar kuldinn rénaði. Nri er það skoðun sunrra nátt-
úrufræðinga, að allt háplöntulíf liafi l'jarað út hér á landi að lokinni
hverri ísöld (en nú orðið eru ísaldirnar taldar 4), og á hlýviðrisskeið-
unum á nrilli þeirra hafi svo landið gróið að nýju. Og sé því hver
einasta blómplanta og byrkningur, senr nú byggja land þetta, land-
nemi eftir síðustu ísöld. Þessir sömu menn konrast þó ekki hjá því
að gera sér grein fyrir því, livernig flutningur plantnanna lrafi átt
sér stað á nýjan leik að síðustu ísöld lokinni. Á meðan landið var
áfast við önnur lönd er vel skiljanlegt, að það gat auðveldlega
gróið að nýju; en nú eru flestir jarðfræðingar samnrála unr það,
að útilokað sé, að Island lrafi verið í tengslum við önnur lönd eftir
síðustu ísöld. Hvernig fluttist þá nútímagróðurinn hingað? Að
fuglar, hafstraumar og vindar hafi að öllu leyti séð unr flutning-
inn, er nú að mestu leyti orðin úrelt skoðun, og jafnvel hyllend-
ur aldauðakenningarinnar trúa henni ekki lengur. En sé því hald-
ið franr, að ísland hafi verið í tengslum við önnur lönd eftir
síðustu ísöld, er auðgert að sigrast á flutningaerfiðleikunum. Slík-
um skoðunum hefur verið haldið á lpft við og við. Senr dæmi
upp á það skal ég nefna danska dýrafræðinginn Adolf Jensen,
senr sér í lagi er kunnur fyrir skeldýrarannsóknir lrér við land og
víðar unr síðustu aldamót. í Ingólfsleiðöngrum sínum fann lrann
firn af tónrunr skeljum á 650 metra dýpi á nrilli íslands og Fær-
eyja. Voru þetta tegundir, er ekki lifa meira en á 50 m dýpi. Hér
telur Jensen sig hafa fundið ekki óverulegar sannanir fyrir því, að
sjávarbotninn hafi sigið hér unr 600 nr. eftir ísöld, en það styrki aftur
mjög þ4 skoðun, að landið liafi verið tengt að minnsta kosti Færeyj-
um að síðustu ísöld lokinni.
Nú orðið eru það æ fleiri grasafræðingar, sem hallast að þeirri
skoðun, að hér á landi hafi víða verið íslaus svæði á síðustu ísöld að
minnsta kosti, og þar hafi allverulegur hluti gróðursins lifað af.
Þeir segja, að án þeirrar kenningar sé ómögulegt að skýra sum veiga-