Náttúrufræðingurinn - 1951, Síða 15
ÍSLENZKAR STARIR
9
hinum sameiginlega, forna,
norræna staragróðri. Það er
engum vafa bundið, að 2-
falt fleiri starategundir en
nú vaxa hér á landi hefðu
hér þróunarskilyrði. Það
hefur því ekki reynzt ntikið
öryggi í loftflutningum teg-
undanna hingað til lands,
þar sem ekki fleiri tegund-
ir stara en raun ber vitni
liafa náð hér fótfestu.
VII. Greining stara
Mörgum, sem óvanir eru
nafngreiningu plantna, er
frekar í ,,nöp“ við starir og
IOO-
50-
TEG.
FJÖLDÍ
2. mynd. Samanburður A tegundafjölda islenzkra
stara við tegundafjölda i 5 nágrannalöndum okkar.
sneiða hjá þeim á grasaferð-
um sínum miklu fremur en öðrum háplöntum. En það þarf ekki svo
ýkja langan tíma til jtess að venjast störunum. Margar tegundirnar
eru fjarri því að vera líkar að útliti. Þegar um mjög skyldar tegundir
er að ræða, koma nafngreiningaíerfiðleikarnir fyrst í ijós. En þá ber
að notfæra sér sem bezt þau fáu einkenni, sem aðgreina tegundirnar.
Ekki taka allir jurtaathugendur jafnmikið tillit til sarna einkennis.
Sá, sem getur liitt á það einkennið, sem hefur nrest aðgreiningar-
gildi, er venjulega snjallastur að ákvarða. Eins og lýsingar og ákvörð-
unarlyklar bera með sér, eru einkennin oft mörg og smá, senr þarf
að taka tillit til. Því er ekki að leyna, að samvizkusamleg nafngrein-
ing krefst mikillar vinnu, natni og þolinmæði. Svipmót tegundanna
á vaxtarstaðnum hefur og mikla þýðingu sem aðgreiningareinkenni.
svo og í hvers kyns gróðurlendi og gróðurhverfi plönturnar vaxa.
íslenzkir grasafræðingar hafa mikið gert af því að senda nýfundnar
tegundir til erlendra vísindamanna til nafngreiningar, þar sem hér
hefur hvorki verið nægur bókakostur né jurtaeintök tii samanburð-
ar. En nú er jurtasafn ríkisins að komast í það horf, að varla er leng-
ur þörf að leita á náðir erlendra fræðimanna í þeim efnum, enda
ekki reynzt ævinlega happadrjúgt, því að oftar en einu sinni hafa
þeir góðu herrar hrellt okkur með rangri nafngreiningu.