Náttúrufræðingurinn - 1951, Síða 16
10
NÁTTÚRUFRÆBINGURINN
VIII. Stararannsóknir hér d landi
Enginn grasafræðingur, mér vitanlega, hvorki íslenzkur né erlend-
ur hefur ferðazt um ísland, til þess að safna einum saman starateg-
undum. Þeir, sem fengizt hafa við rannsóknir á æðri gróðri landsins,
hafa látið eftir sig plöntur ýmissa ættkvísla. Og framaii af, meðan
plöntuþekking manna var í molum, urðu starirnar jafnvel útundan.
Þetta lýsir sér bezt í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálsson-
ar, er þeir tala um gróður á íslandi. Þar er minnst á stör aðeins í
tveimur sýslum. Sagt er, að mikil stör sé íÁrnessýslu án þess að nokk-
ur tegund sé tílgreind. Og úr Kjósarsýslu er tilfærð Carex Linnaei,
en ekki er vitað við iivaða tegund er átt, því engin stör heitir þessu
vísindanafni. Á síðari hluta 18. aldar er stara lítils getið í íslenzkum
bókmenntum. Síra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal nefnir í Gras-
nytjun nokkur ruglingsleg staranöfn. Það sýnir, að hann hel'ur enga
þekkingu liaft á aðgreiningu tegundanna. Hann nefnir t. d. klófíf-
una Carex pallescens. Þá nefnir hann sandstör, og segir að hún sé
ágæt til þess að binda foksand — nefnir hann hana C. arenaria, en sú
stör er ekki til hér á landi og engin líkindi til þess, að hún vaxi hér.
Á sr. Björn þar sennilega við C. maritima eða bjúgstör. Loks nefnir
hann tjarnastör, er hann kallar C. acuta, C. limosa eða C. maxima.
Þá nefnir Sveinn Pálsson í skrifum sínum frá 1793 2 tegundir stara:
C. caespitosa og C. montana. Sú fyrr talda mun vera mýrastör, en
vafi leikur á um hina.
Á fyrri hluta 19. aldar safna erlendir vísindamenn hér nokkru af
plöntum, þar á meðal hinn kunni enski grasafræðingur W. J. Hoo-
ker 1809.Árið 1830 kemur svo rit fyrsta íslenzka grasafræðin eða flór-
an eftir Odd Hjaltalín lækni. En hún er ekki að neinu leyti byggð á
eigin gróðurathugunum, heldur þýddur upptíningur úr bókum er-
lendra fræðimanna: 26 starategundir eru nefndar í bókinni, en þær
virðast vera tíndar saman nokkuð af handahófi, því að helmingur
þeirra er ófundinn hér enn í dag, og þar að auki eru tvær tegundir
nefndar: C. pulicaris og C. pallescens, er litlar líkur eru til að hafi
þá verið kunnar, þó að þær séu nú fundnar hér. í bókinni er ekkert
getið útbreiðslu tegundanna né fundarstaða. Fram yfir miðja öldina
er aðeins örfárra fundarstaða getið, sem treystandi sé. I því sambandi
má nefna danska mosafræðinginn Axel M. Mörch, er var hér við
grúðurrannsóknir sunnan lands og vestan sumarið 1820. Safnaði