Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 24

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 24
18 N ÁTT Ú RUFRÆÐINGURINN 88,1% á N, 71,4% á NA, 83,3% á A, 61,9% á SA, 59,5% á S og 57,1% á Miðhálendinu (skipting í landshluta er samkv. III. útg. Flóru íslands) (sjá 7.-8. mynd). Mörgum mun þykja undarlegt, að norðanlands skuli vaxa i'lestar tegundirnar. En fyrir því er liægt að finna ástæður: 1. Landshluti þessi er langstærstur. 2. Landslag er fjölbreytt, og veðrátta ólík í hinum ýmsu sveitum. 3. Þessi hluti landsins mun vera langbezt rannsakaður. Og síðustu ástæðuna tel ég veigamesta. 9. mynd. Myndin sýnir hundraðshlutföll norS- lccgra (A) og suðlccgra (E) starategunda hcr d landi i hverjum latids- hluta út af fyrir sig. Ef störunum er skipt í norðlægari (A) og suðlægari (E) tegundir, kemur greinilega í ljós, að A-tegundirnar eru að tiltölu flestar á Miðhálendinu en fæstar á Suðurlandi, eins og eftirfarandi tafla sýnir. /0 MH NA N NV SV A V SA S A. 79,2 70,0 64,9 64,5 63,0 62,9 58,6 57,7 56,0 E. 20,8 30,0 35,1 35,5 37,0 37,1 41,4 42,3 44,0 Ef landinu er ennfremur skipt í 2 svæði: NV, N, NA og MH ann- ars vegar og A, SA, S, SV og V hins vegar, kemur i ljós, að á N-svæð- inu vaxa 38 tegundir, en 37 á hinu, eða sem næst því jafnt. Af þess- um 38 tegundum eru 5, sem ekki hafa enn fundizt á S-svæðinu og 4, sem ekki finnast á N-svæðinu. Það eru því 33 tegundir sameiginlegar fyrir svæðin. Enda þótt tölur þessar séu ekki traustur grundvöllur

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.