Náttúrufræðingurinn - 1951, Qupperneq 30
Jóhannes Sigfinnsson:
Hvernig veiðir fálkinn?
Jóhannes Sigfinnsson er bóndi á Grimsstöðum við Mývatn. l’essar glöggu athuganir
eru gerðar á þeim slóðum.
Það hefur lengi verið þjóðtrú ;í íslandi, að fálkinn drepi fugla á
þann hátt að „slá“ þá með vængbarðinu. Á síðari tímum hafa menn
farið að efast um, að þetta sé rétt. Það eru engar líkur til að vængur
fálkans mundi þola þau miklu högg, sem hann veitir, þegar hann
drepur fugla þannig að ,,slá“ þá. Ég hef gert tilraun til að kynna mér
hvaða aðferðir fálkinn hefur við að veiða fugla, og skal ég nú skýra
frá, livers ég hef orðið vís um það.
Ég hef oft séð fálka taka rjúpur, en aldrei séð þá „slá“ þær, heldur
hafa þeir ætíð tekið þær í klærnar, eða að minnsta kosti gert tilraun
til þess. Þó hef ég séð þrjú tilfelli þar sent fálkinn virtist slá, en við
nánari athugun reyndist að svo var ekki.
Ég sá eitt sinn rjúpu, sem var á flótta undan fálka. Þegar ég sá
fyrst til þeirra, var fálkinn alllangt á eftir, en dró ört á rjúpuna, sem
flaug beint af augurn og gerði enga tilraun til að víkja sér til hliðar,
þegar fálkinn var að ná lienni. Ég bjóst við að fálkinn mundi gt'ípa
hana í klærnar eins og ég hafði ætíð séð hann gera, en svo varð ekki.
Um leið og fálkinn náði til rjúpunnar, hrapaði hún til jarðar, en
fálkinn renndi sér hátt í loft upp og steypti sér síðan með miklum
hraða niður á eltir henni til að grípa hana. En svo hafði viljað til,
að þar sem rjúpan kom niður var tjörn, sem hún lenti í. Fálk-
inn þorði ekki að taka hana þar sem hún var að brjótast um í ylir-
borði vatnsins. Ég flýtti mér á vettvang til að athuga, hvað þarna
hefði gerzt. Ég náði rjúpunni, sem var lifandi, og sá þá samstundis,
hvað valdið hafði því að hún féll niður. Fálkinn hafði auðsjáanlega
reynt að grípa hana með klónum, en mistekizt svo, að aðeins ein kló-
in hafði krækzt í rjúpuna og rist sundur hægri brjóstvöðvann þvert