Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 31

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 31
HVERNIG VEIÐIR FÁLRINN? 25 yfir, alveg inn í bein. Við þetta svöðusár hafði hægri vængurinn orð- ið ófær til að gegna hlutverki sínu og rjúpan þarafleiðandi fallið til jarðar. Ef svo hefði til tekizt í þetta sinn, að ekki hefði verið hægt að at- huga rjúpuna, þá hefði legið næst að álíta, að fálkinn hefði slegið hana og hún þess vegna hrapað til jarðar. í annað sinn varð ég sjónarvottur að sams konar athurði. Rjúpan féll til jarðar, en fálkinn renndi sér upp á við, þegar hann missti af rjúpunni, steypti sér svo niður undir jörð á eftir henni til að grípa hana. Ég var svo nærri þar sem rjúpan féll niður, að ég gat fælt fálk- ann frá og athugað rjúpuna. Hún var þá dauð, hefur sennilega dauðrotazt þegar hún féll á jörðina. Annar hrjóstvöðvi liennar var skorinn sundur þvert yfir, eftir tvær klær fálkans; annar skurðurinn var alveg inn í hein, en hinn var nokkru grynnri. Þriðja atvikið var þannig. Fálki kom á eftir rjúpnahóp. Ein rjúp- an tók sig út úr hópnum og fálkinn fór þegar á eftir henni. Þegar hann náði henni, féll hún til jarðar, en á eftir henni sveif eitthvað hvítt sem féll hægar til jarðar. Fálkinn hagaði sér líkt og áður, sveif fyrst upp á við og renndi sér síðan niður á eftir rjúpunni, sem féll niður í skógarkjarr, og tapaði þá fálkinn af henni. Ég fann rjúpuna fljótlega; var hún lifandi en fálkinn Iiafði slitið af henni annan vænginn, og var það hann, sem ég sá falla niður á eftir rjúpunni. í þessi þrjú skipti, sem ég hef nú sagt frá, mátti álíta, að fálkinn hefði slegið rjúpurnar, ef ekki hefði viljað svo til að rjúpurnar náð- ust og sannanir fengust fyrir því, að hann liafði gert tilraun til að grípa þær. Það er eftirtektarvert, hvernig sundfuglar haga sér, þegar óvin her að garði. Ef það er svartbakur þá fljúga allir fuglar, því svart- bakurinn reynir ekki að ná fugli sem er á flugi. Ef fálkinn kemur, flýgur enginn fugl. Það er eins og þeim sé það ljóst, hve mikla yfir- burði fálkinn hefur, þegar um flug er að ræða. Aftur á móti kafa þá allir sundfuglar, meira að segja endur, sem annars kafa ekki (liálf- kafarar), kafa þá liiklaust, og vaðfuglar hika ekki við að steypa sér á kaf í vatn, ef hætta er á að fálkinn hremmi þá. Sjaldgæft er þó að éndur kafi fyrr en á síðasta augnabliki, þó að þær hafi orðið hættunnar varar fyrr, og aldrei eru þær þá nema augnahlik í kafi. Hættan varir yfirleitt ekki nema hrot úr sekúndu, en ef fálkinn sveimaði í litlum hringum yfir vatnsfletinum og end- urnar væru lengi í kafi, gæti hæglega farið svo, að þær kæmu úr kaf-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.