Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1951, Side 32

Náttúrufræðingurinn - 1951, Side 32
r 26 NÁTTÚRUFRÆ ÐINGURINN Fúlhi matar Utiga sina. (]. H. Sherlock Ijósm.) inu, þegar hættan væri niest, það er, þegar fálkinn væri snúinn við og kominn til baka aftur. Það er vandalaust að sjá, hvenær fálkinn ætlar að taka endur á vatni. Þá flýgur hann fast niður við jörð, þegar liann nálgast vatnið, og leitast við að láta mishæðir á vatnsbakkanum hylja sig, svo að þær endur, sem eru næst landi, verði hans ekki varar fyrr en hann steypir sér yfir þær. Venjulega eru þær endur í mestri liættu, senr eru næst landi, og sjá því ekki fálkann fyrr en of seint. Mjög er það misjafnt livað endurnar eru vel á verði gegn aðsteðj- andi hættum. Langsamlega aðgætnastar eru gráendurnar, einkum stokkönd og rauðhöfðaönd. Þær virðast alltaf vera á verði, og ef þær verða varar við hættu, garga þær hátt og hvellt til að gera öðrum öndum aðvart. Það virðist svo, að aðrar andategundir treysti mjög á árvekni þeirra og eru mjög fljótar að hlíða hættumerkinu. Ef fálkinn flýgur ekki lágt og stefnir beint út á vatnið, virðast fuglarnir ekki vera mjög hræddir við liann. Þeir vita, að þá er hann ekki í veiðihug. Nú ætla ég að segja frá atburði, þar sem ég hef séð fálkann slá fugla, og á livern hátt hann gerði það.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.