Náttúrufræðingurinn - 1951, Qupperneq 33
HVERNIG VEIDIR FÁLKINN?
27
Ég var staddur á vatnsbakkanum. Fjöldi af öndum var á víð og
dreif um vatnið, einkum var margt af þeim meðfram löndum. Ég
var með sjónauka og var að athuga hvaða fuglategundir væru í ná-
grenninu. Tók ég þá el'tir því að norðan úr heiðinni kom fálki.
Stefndi hann að vatninu og flaug fast niður við jörð. Sá ég þegar á
háttalagi hans að hann var í veiðihug. Beindi ég nú sjónaukanum
að honum til að sjá hvað hann hefðist að.
Endurnar urðu lians ekki varar fyrr en um leið og liann kom með
miklum hraða fram yfir vatnsbakkann. Varð þá mikið arg og garg
hjá þeim. Þær sem næstar voru fóru í kaf, en ein duggönd varð þó of
sein og að henni renndi fálkinn sér. Um leið og hann kom að lienni
heyrðist skarpur smellur og öndin lá steindauð á vatninu, en fálkinn
renndi sér upp á við og sveimaði yfir andarskrokknum, en þorði ekki
að taka hann, því að þá hafði hann veitt mér eftirtekt.
Fljúgandi fálki leggur ætíð fæturna upp að kviðnum líkt og flug-
vélar, sem fljúga með uppdregin hjól, til að mótstaðan í loftinu
verði minni. Nú sá ég að þegar fáíkinn nálgaðist duggöndina, lét
hann fæturna síga niður líkt og þegar hann ætlar að setjast, en í stað
þess að þá eru tærnar útglenntar, voru þær nú krepptar saman svo
að fóturinn leit út eins og krepptur hnefi, og ég gat ekki betur séð
en að hann beitti hnefanum þegar liann sló öndina. Ábyggilegt var
að hann beitti ekki vængnum við það.
Ég náði í öndina til að atliuga, hvaða áverkar sæjust á henni. Aftan
á hnakkanum efst var gapandi sár, sem náði þvert yfir höfuðið. Var
hamnum flett af höfuðkúpunni lram yfir augun, og sjálf höfuðkúp-
an virtist sprungin.
Seinna sá ég í tvö skipti fálka slá endur á vatninu. í hvorugt skipt-
ið hafði ég aðstöðu til að sjá hvernig hann sló, en í bæði skiptin gat
ég athugað afleiðingar höggsins. í bæði skiptin heyrðist skarpur
smellur við höggin og endurnar lágu steindauðar á vatninu. Á þeim
báðum var höfuðkúpan mölbrotin, en enginn ytri áverki sjáanlegur.
Oft kemur það fyrir, að fálkinn drepur endur, sem liggja á eggj-
um. Aðallega eru það endur, sem búa sér ti) hreiður í grunnum
skorningum í grasmóum þar sem lítið eða ekkert er af fjalldrapa eða
öðrum gróðri til að fela hreiðrið. Ekki get ég sagt um hvort liann
slær þessar endur, en hann slítur undantekningarlaust af þeim
hausinn. Oft flýgur hann burt með skrokkinn, en hausinn liggur
eftir, en stundum skilur hann skrokkinn eftir án þess að éta nokkuð
af honum.