Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1951, Side 34

Náttúrufræðingurinn - 1951, Side 34
28 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Oftast held ég að fálkinn slíti hausinn af þeim fuglum, sem hann veiðir, áður en liann fer að éta þá, og á þetta jafnt við um þá fugla, sem hann slær og þá sem hann grípur með klónum. Ekki er auðvelt að segja um hvers vegna hann gerir þetta, hvort það er til þess að drepa fuglinn örugglega eða til þess að blóðið renni úr kjötinu. Mér virðist að í langflestum tilfellum grípi fálkinn fuglana lif- andi, með klónum, en slái þá sjaldan og aðallega þá fugla sem sitja á vatni eða á vatnsbökkum, því alltaf óttast hann vatnið og þykir sennilega áhættuminna að taka dauðan fugl en lifandi af vatninu. Þó kemur það fyrir að hann sést taka lifandi fugl á vatni, en fremur mun það þó sjaldgæft. Um búrfiskinn (Hoplostethus islandicus Kotthaus) í 2. hefti Náttúrufræðingsins 19,00 getur Árni Friðriksson nýrrar fisktegundar, sem fundizt hafði í ytri halla Öræfagrunns á um 340 metra dýpi. Dr. A. Kotthaus, sem lýsti tegundinni, gaf henni Iieitið Hoplostethus islandicus, en á íslenzku nefnir mag. Árni Friðriksson fiskinn búrfisk. Samkvæmt bréfi, sem Árna Friðrikssyni hefur borizt frá dr. Kott- haus, veiddust 23 l'iskar þessarar tegundar þann 15. janúar 1951 í halla Síðugrunnsins (á 63° 14 n. br. og 17° 50' v. 1.), í 220—240 metra dýpi. Þýzkur togari frá Bremerhafen veiddi fiskana. Dr. Kotthaus telur sennilegt, að þetta séu talsvert gamlir fiskar, lengd frá 54.2—63.0 cm. Fiskarnir voru komnir nálægt kynþroska og er því ástæða til að ætla að tegund þessi hrygni hér við land, ef til vill á sömu slóðum og þeir voru veiddir. Gefst dr. Kotthaus þess kostur að gera ýtarlegri rannsókn á búrlisknum og mun von á nán- ari greinargerð frá honum um það efni. H. E.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.