Náttúrufræðingurinn - 1951, Síða 43
Hermann Einarsson:
Síldargöngur í Noregshafi
í stríðslok eignuðust Norðmenn tvær korvettur enskar, sem bún-
ar voru nýju tæki. Þetta tæki heitir Asdic, og var í stríðinu notað til
þess að leita að kafbátum. Nokkrir Norðmenn höfðu hlotið þjálfun
í meðferð þessa leitartækis, og þegar lokið hafði verið byggingu liins
nýja hafrannsóknarskips, G. O. Sars, var öðru þessara leitartækja
komið fyrir í rannsóknarskipinu. Þetta tæki hefur reynzt með af-
brigðum vel til Jress að kanna göngur síldarinnar í úthafi, en stjórn
þeirra rannsókna liefur norski liskifræðingurinn Finn Devold halt
með höndum.
Asdic-tækið starfar á mjög svipaðan hátt og bergmálsdýptarmælir,
en er frábrugðið að því leyti, að Jrað sendir skáhallt út frá skipinu og
með því að snúa Jrví í hring er hægt að leita allt í kringum skijrið.
Bergmálsgeislinn, sem Jrað sendir, er um 10 gráður. Gerðar hafa
verið ítrekaðar tilraunir til þess að útvega tæki þetta til íslands, en
án árangurs.
Athuganir Devolds liafa leitt til þess, að menn eru byrjaðir í al-
vöru að atliuga möguleikana á að veiða síld í úthafi, en þar elur
hún aldur sinn að langmestu leyti. Hugmyndir Jrær, sem hann gerir
sér um göngur síldarinnar í Noregshafi eru líka mjög frábrugðnar
fyrri tilgátum í Joví efni. Fyrir íslendinga eru rannsóknir þessar hin-
ar athyglisverðustu, ekki sízt fyrir þá sök, að einhver hluti norska
síldarstofnsins leitar árlega ujrp að norðurströndinni, og er Jiað
meira að segja efst á baugi, að norski stofninn myndi ujrjristöðuna í
norðurlandssíldinni.
Árni Friðriksson liefur verið talsmaður þeirrar skoðunar, að
norska síldin leiti til norðurlandsmiðanna úr hafi, komi beint norð-
an að, úr hafinu milli Jan Mayen og íslands. Þangað álítur hann
síldina berast með hafstraumum, sem um miðbik Noregsstrandar-