Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 47
SÍLDARGÖNGUR 1 NOREGSHAFI
41
Sem dæmi um yfirburði asdic-tækisins, í samanburði við berg-
málsdýptarmæli, getur Finn Devold þess í bréfi til mín, að á hálfri
klukkustund urðu þeir varir við 41 síldartorfu með asdic-tækinu, en
aðeins 2 urðu fyrir á leið skipsins og mældust á bergmálsdýptarmæl-
inum. Torfur þessar voru mjög þykkar, allt að 200 metrar, en frekar
iitlar um sig, þannig að erfitt var að finna þær með bergmálsdýptar-
mæli.
Rannsóknir Norðmanna á þessu sviði eru ennþá á byrjunarstigi,
og er vel af stað farið. Devold hefur talið líklegt, að það fari allmjög
eftir styrk Austur-íslandsstraumsins, hvora leiðina síldin velur, þegar
hún leitar norður á bóginn í júlí. Ef mikið af köldum sjó liggur ná-
lægt norð-austurströnd fslands þykir líklegt að hún velji eystri leið-
ina og gangi í áttina til Jan Mayen, en sæki lítið á norðlenzku miðin.
En eins og ég þegar hef skýrt frá, höfum við ekki orðið varir við slíkt
samræmi ennþá, hvað sem seinna kann að koma í ljós.
10. febrúar 1951.
Unnsteinn Steíánsson:
Hafísinn við Austur-Grænland
í nýútkomnu hefti af Annales Biologiques, ársriti Alþjóðaliaf-
rannsóknaráðsins, ritar norski fiskifræðingurinn Birger Rasmussen
greinarkorn um útbreiðslu hafíssins í Grænlandshafi sumarið 1949.
Rasmussen skýrir frá því, að fyrri hluta sumars þetta ár, Iiafi ís-
breiðan við strendur Grænlands verið óvenju víðáttumikil og náð
sums staðar við austurströndina meira en 100 sjómílur á haf út,
samkvæmt upplýsingum frá norskum selveiðimönnum á þessum
slóðum. í ágúst—september er rekísinn venjulega horfinn við aust-
urströndina, en um miðjan ágúst 1949 var ísbreiðan víðast um 30—
35 sjómílur á breidd við Suðaustur-Grænland. Jafnvel um miðjan
september reyndist mjög erfitt að brjótast í gegnum ísinn við norð-
austurströndina (um 74° N. br.), sem var sagður sérstaklega þykkur
og torveldur umferðar.