Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1951, Qupperneq 48

Náttúrufræðingurinn - 1951, Qupperneq 48
42 NÁTTIJRUFRÆÐINGURINN Þá sýndu niðurstöður sjórannsókna, sem gerðar voru á leiðöngr- um Fiskideildarinnar þetta sumar óvenjulega lágan sjávarhita á öllu norðlenzka síldveiðisvæðinu, einkum þó austan til. Hlýja Golf- straumsálman, sem venjulega nær austur til svæðisins út af Siglu- firði í júní, barst ekki þangað fyrr en í ágúst og var þá mun kaldari og minni að víðáttu en rannsóknir fyrri ára liafa sýnt. Þetta óvenjulega ástand má eflaust skýra á ýmsa vegu. Athuganir Rasntussen gefa tilefni til sennilegrar skýringar. Rannsóknir Norðmanna vorið 1949 sýndu, að óvenjulega mikið magn af hlýjum sjó af Atlantshafs uppruna hafði borizt til Barents- hafsins og hafsvæðisins norður af Svalbarða. Þ. 15. júní var enginn rekís sjáanlegur á þessum slóðum allt norður að 80° N. br., og norsk- ir hvalveiðimenn skýrðu frá því, að þeir liefðu komizt alla leið norð- ur á 81° N. br. án þess að verða íssins varir, en slíkt er mjög fátítt svo snemma sumars. Telur Rasmussen sennilegt, að hinn hlýi At- lantshafssjór, sem náði svo óvenju langt norður, hafi brotið upp ís- inn á stærra svæði en venjulega, með þeim afleiðingum, að ísrekið suður með austurströnd Grænlands liafi orðið óvenju mikið. Þá bendir hin mikla þykkt rekíssins til þess, að losnað hafi um áður óhreyfðar ísbreiður. í þessu sambandi má nefna, að sumarið 1932 var sjávarliiti einnig sérlega lágur við Norðurland og gætti þá atlantíska sjávarins mjög lítið. En árið á undan bar óvenju mikið á hlýjum Atlantshafssjó á svæðinu norður af Svalbarða, að því er norskar rannsóknir frá þeim tíma sýna. Uppruna þessa hlýsævar má rekja til áranna 1928 og 1929, er magn Atlantshafssjávar við austurströnd Noregs var venju fremur mikið. Hér hillir því undir þann möguleika, að finna megi samband milli innstreymisins af Atlantshafssjó við vesturströnd Noregs og ástandsins á norðlenzka síldveiðisvæðinu nokkrum árum síðar. i

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.