Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 7

Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 7
Ingimar Óskarsson: r Islenzkar sæskeljar Inngangur Einni af fylkingum hinna svo nefndu lægri dýra hafa vísindamenn gefið nafnið Mollusca, er þýðir mjúkur. Þessa dýrafylkingu höfum við nefnt lindýr á íslenzku. Þetta heiti gæti bent til þess, að öll þau dýr, sem eru innan vébanda þessarar fylkingar, væru mjúk og lin viðkomu. En svo er þó ekki, því að aðallesa tveir af flokkum hennar hafa byggt um sig meira eða minna öflugt kalkhús til verndunar hin- um viðkvæmu líffærum. Þessir flokkar, sem allir kannast við, annað- hvort af frásögn eða eigin sjón, eru skeljarnar (samlokurj og kufung- arnir. Annan þessara flokka hef ég ákveðið að gera hér að umræðu- efni, eða nánar tiltekið: íslenzkar sæskeljar. Teoundafjöldi skelj- anna í heiminum er minni en vænta mætti. ef miðað er við víðáttur hafanna og vatnamergð landanna. Rúmar 5000 tetrundir eru kunn- ar, og af þeim lifa á annað jrúsund í ósöltu vatni. Eru flestar vatna- skeljar af einni og sömu ætt: Unionidae. Þó er enginn fuiltrúi þeirr- ar ættar á íslandi. Samt er landið okkar ekki svo örsnautt, að það vanti alveg vatnaskeljar, því að héðan eru kunnar 4 tegundir með vissu af Sphaeriidae. í heitu höfunum er fjölbreytni tegundanna langsamlega mest, en minnkar smátt og smátt, eftir því sem nær dregur heimskautunum. Og það svo mikið, að úr Norður-Atlanzhafi eru ekki kunnar nema dálítið á þriðja hundrað tegnndir. Þegar um sædýrafánu einhvers lands er að ræða, hafa margir dýra- fræðingar hugsað sér dregna línu meðfranr ströndum þess (eða um- ltverfis það, ef það er eyland) á 300—400 m dýpi og skoðast þá sú lína sem markalína fyrir fánu þess lands. Öll dýr, sem ekki geta lifað nema utan þessarar línu, teljast því ekki neinu sérstöku landi (djúp- tegundir). Fyrir 30—40 árum ákváðu íslenzkir náttúrufræðingar markalínuna hér við land á 400 m dýpi. Þeirri ,,landhelgislínu“ er

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.