Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 10

Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 10
4 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN þeirra frjálsu og fjörugu lífi fyrstu ævivikurnar og nærast á svifþör- ungum. Annars er þekking manna á samlokulirfunum ennþá ærið gloppótt. T. d. er það óráðin gáta, hve mikill hluti íslenzku skelteg- undanna klekkst svífandi. Um lifnaðarhætti tegundanna er einnig margt á huldu, en vitað er, að sum ala aldur sinn sem botndýr í sandi (tígulskel) eða leir (hallloka), önnur spinna sig föst við steina og timbur (kræklingur) eða grafa sér göng í tré og halda þar til (tré- maðkur). Reynt hefur verið að aldursákvarða nokkrar tegundir. Hafa norsk- ir, brezkir og amerískir vísindamenn unnið að þeirn rannsóknum. (Sjá J. H. Norton: On tlie rate of growth of Cardium edule, Journal mar. biol. ass. N. S. XIV, 2. Plymouth 1926). Á skeljum sumra teg- unda myndast vaxtarbaugur árlega, líkt og árliringar í tré eða í fiski- lireistri, og er þá unnt að telja aldursárin. Norðmaðurinn Kr. F. Wiborg liefur sýnt fram á, að öðuskelin (Modiola modiolus) getur orðið að minnsta kosti 36 ára gömul. Fullvíst er talið, að sumar teg- undir verði aðeins fárra ára gamlar. II. Deildaskipting samlokanna Samlokunum er skipt í deildir eftir ytri eða innri einkennum. Ekki nota þó allir dýrafræðingar sömu skiptingu, og sýnist sitt hverj- Jafntönnungur. Kolkuskel (Yoldia limatula). Vtra og innra Itorð vinstri skeljar. — (Dan- marks l'auna). um í þeim efnum. Þriggja-deiidaskiptingin er allmikið notuð nú, og liefb ég fylgt henni í sæskel jafánu, sem kemur út á íslenzku í vetur. Deildirnar eru: 1. Jafnt.önnungar (Taxodonta). Þeir hafa lijör með allmörgum eða mörgum tönnum, sem eru líkar að stærð og gerð og sitja í þéttum, samfelldum röðum. 2. Vanvöðvungar (Anisomyaria). Á þeim eru hjörin tannlaus eða því sem nær. En aðalmunurinn er fólginn í því, að dráttarvöðvarnir eru ntisþroska, eða það er aðeins einn dráttarvöðvi (diskaættkvísl- in).

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.