Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 12
6
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
í té með ódauðleikaeðli sínu, þ. e. varðveizlu skeljanna í jarðlögun-
um. Skeldýrin eru hinar ósmurðu múmíur aldanna.
Skeldýrategunda verður fyrst vart í jarðlögum á fornöld jarðar
(Paleozoiska tímabilinu), eða nánar tiltekið á Ordovícium-tímabil-
inu (Ordovícea nefndu Rómverjar hinir fornu keltneskan þjóðflokk
í Wales). Tímabil þetta fer á eftir Kambríum-tímabilinu. En jarðlög
þess tímabils eru kunnust fyrir liina mörgu steingervinga, er þau
hafa varðveitt til vorra daga. Hve gamiar þær skeljar eru, sem tíndar
hafa verið úr þessum ævafornu lögum, er ekki unnt að ákveða með
neinni nákvæmni. En variega mun áætlað, þó að tala eins og 500
miljón ár sé nefnd. Jarðfræðingar líta svo á, að ísland hafi risið úr
sæ (ef svo má að orði kveða) einhvern tíma snemrna á tertier-tímabil-
inu, líklega mjög snemma, segjum fyrir 50 miljónum ára. Þá hafa
skeldýrin áreiðanlega verið orðin hagvön í hinurn norðlægu höfum
sem og annars staðar, og tekið sér bólfestu, hver tegund eftir eðli
sínu, á ýmsum stöðum við strendur nýja landsins. Sumar þáverandi
tegundir mundu áreiðanlega koma okkur einkennilega fyrir sjónir
nú á tímum, en aðrar mundum við vissulega kannast við sem góð-
kunningja okkar.
í hinum auðugu lögum Miocen-tímans hér á landi hefur enn ekki
tekizt að finna skeldýr, því miður, en til þess geta legið orsakir, sem
ekki verða raktar hér. Það er ekki fyrr en frá síðari liluta Pliocen,
sem fyrstu steingerðu skeljarnar finnast (Tjörneslögin). Þar sem nú
loftslag um þetta leyti Tertier, var orðið mun kaldara en áður, var
skeljafánan eðlilega tekin að breytast. Var hún þá orðin furðu lík
því sem hún er á vorum dögum. Hlýsjávartegundirnar hafa dregið
sig til baka suður á bóginn eða dáið út með öllu og aðrar norðlæg-
ari komið í skarðið. Nokkrar af þeim tegundum, sem fundizt hafa
í Tjörnes-lögunum, eru nú aldauða. Aðrar nauðalíkar nútíma-
grunnsævistegundum, ekki einu sinni taldar til afbrigða af þeim,
svo sem: dökkliadda (Modiolaria nigra), krókskel (Serripes groen-
landica), smyrslingur (Mya truncaia), öðuskel (Modiola modiolus),
kúfskel (Cyprina islandica), hallloka (Macoma calcaria) o. fl. Þá hafa
og fundizt þar tegundir, sem ekki geta lifað hér nú fyrir kulda sakir
(Tapes aurea). Það er lágt reiknað, þó að við skoðum elztu tegundir
Tjörnes-laganna 5 miljóna ára gamlar. Það er því ekki annað hægt að
segja um skeldýrin, en að þau séu staðföst og hafi ekki látið blekkj-
ast af tildri og tízkublöðum. Ekkert er líklegra en það, að öldur ís-
landsstranda velti sér yfir sólbakaðar öður og hallokur að 5 miljón-