Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 17

Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 17
ÍSLENZKAR SÆSKELJAR 11 Samanburður á tegundafjölda íslenzkra sæskelja við tegundafjölda 7 nágrannalanda okkar. sjávarhiti síðustu áratuga hér við land ha£i átt sinn þátt í því, að 10 tegundir hafa bætzt við skeljafánuna síðan 1920. VI. Samanburður á tegundaíjölda hér og nærliggjandi landa Að öðru jöfnu er skeldýralífið fjölskrúðugra í hlýjum sjó en köld- um, eins og áður er að vikið. En fleira en sjávarhitinn kemur til greina í þessu sambandi, svo sem dýpi og eðli botnsins við strendur landanna. Þar sem skilyrði eru fjölbreytt, eins og við norsku strönd- ina, er hægt að vænta fjölskrúðugs skeldýralífs, enda hafa fundizt þar 145 tegundir. Næst koma Bretlandseyjar nteð 137 tegundir, Dan- mörk með 116 tegundir, austurströnd Norður-Ameríku með 79 teg- undir, Færeyjar með 62, Grænland með 59, og loks rekur Svalbarði lestina með 53 tegundir. Þegar við berum ísland með sínar 92 teg- undir saman við nágrannalöndin, hljótum við að játa, að hér sé l jöl- skrúðugt skeldýralíf, miðað við legu landsins. Við samanburð ís-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.