Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 21
ÍSLENZKAR SÆSKELJAR
15
tegundir á 101—200 m, 10 tegundir á 201—300 m og 3 tegundir á
301—400 m lágmarksdýpi. Um lágmarksdýpi hjá 9 tegundum er ekki
vitað. Á meira en 400 m dýpi hafa fundizt tegundir úr öllum flokk-
um, alls 26.
IX. Hagnýt þýðing
f sumum nágrannalöndum okkar og víðar þykja vissar tegundir
skeldýra hin mesta kóngafæða, eins og t. d. ostran (Ostrea edulis). En
íslendingar hafa aldrei öðlazt þann smekk, að geta hagnýtt sér skel-
fisk til matar. Að vísu hafa þeir ekki ostrur, en þeir hafa aðar tegund-
ir, sem standa þeim ekki mikið að baki að gæðum. Ég á þar fyrst og
fremst við krœklinginn. Einnig er það önnur tegund, sem hægt væri
að afla sér hér í stórum stíl. Það er kúfskelin. Kúffiskurinn er að vísu
ekki eins ljúffengur og kræklingur. En varla trúi ég öðru en að hægt
væri að matreiða hann á viðunandi hátt, ef vilji væri fyrir hendi til
hagnýtingar. Skelfiskur er kjarngóð fæða og auðugur af bætiefnum.
Á hinn bóginn notuðu íslendingar um langan aldur (og nota á stöku
stað enn í dag) krækling og kúffisk sem milliliði til mataröflunar,
þ. e. til beitu, og þótti gefast vel. Þá er og alkunna, að við erum
búnir að koma auga á það, hvernig við eigum að hagnýta okkur
skeljakalkið í stórum stíl.
X. Skeldýr sem íiskafæða
Sumar tegundir fiska nota sér skeldýr sem fæðu, en þó oftar en hitt
sem aukabita. Aðallega eru það 2 tegundir hér við land, sem gæða sér
á skeldýrum, það er ýsan og steinbíturinn (sumir flatfiskar stöku
sinnum). í fjörðum inni, þar sem smáýsan elur aldur sinn að vetrar-
lagi, er oft lítið um æti, og lifir hún þá mestmegnis á skeldýrum og
sæsníglum. Veturinn 1922 og 1923 rannsakaðaði ég mörg hundruð
maga og þarma úr smáýsu, er öfluð var innan til í Eyjafirði. Við þá
rannsókn kom bezt í ljós, hve skeldýrin voru mikilsverður liður ætis-
ins. Það er einnig annað, er ég tel, að athuganir þessar hafi leitt í
ljós, þ. e. mismuninn á magni hinna smærri skeljategunda á nefnd-
um slóðum. Að magni til yfirgnæfðu algerlega 3 tegundir í hverri
prufu (liver prufa var nokkrir tugir af smáýsu). Þær voru: gljáhnytla
(Nucula tenuis), trönusystir (Leda minuta) og pétursskel (Cardium
jásciatum). Á síðustu árum hef ég fengið skeljar úr ýsumögum víðs
vegar að úr Faxaflóa, og hafa 2 tegundir verið þar alveg yfirgnæf-
andi: tígulskel (Spisula solida v. elliptica) og ýsuskel (Ahra prisma-