Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 22
16
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
tica). Af því dreg ég þá ályktun, að magn þessara tveggja tegunda sé
mjög mikið í Faxaflóa. Frekari rannsóknir héðan á þessu sviði eru
annars engar til, en þeirra væri brýn þörf.
í þessu sambandi skal ég geta þess, að ég hef fundið tœpan helming
allra íslenzkra skelfategunda i fiskmögum — mestmegnis i ýsumög-
um.
XI. Hvernig á aS þekkia sundur tegundirnar?
Það er ekki nema mjög eðlilegt, að einhverjir varpi fram þessari
spurningu: Er ekki mjög örðugt að greina örugglega í sundur teg-
undir skeldýranna? Svar mitt er þetta: Öll ákvörðun til tegunda,
hvort sem um dýr eða plöntur er að ræða, hefur sína byrjunarörðug-
leika, og krefst mikillar Jjolinmæði og samvizkusemi, jafnvel eftir að
sæmileg leikni er fengin. En þó að dýra- eða grasafræðingurinn sé
búinn að fá góða æfingu, getur Iiann ekki komizt hjá því að mæta
viðfangsefnum, sem reyna alvarlega á þol hans og hæfni. Og svo get-
ur stundum farið, að engin lausn sé fáanleg samkvæmt venjulegum
ákvörðunarleiðum. Vísindamenn nota ýmsar leiðir til að sundur-
greina tegundirnar. Einn flettir upp mörgum handbókum til þess
að leita að liverju einasta bókfærðu einkenni, sem viðkomandi teg-
und kann að hafa og notar greiningalykla út í yztu æsar. Annar notar
örugglega ákvörðuð samanburðareintök, og ber hin ýmsu einkenni
saman með viðeigandi nákvæmni. En sá þriðji lítur snöggvast á teg-
undina og sér í ,,hendi sér“ með einu snöggu tilliti, liver hún er, og
svo púnktum og basta. Það er sagt um hinn snjalla, enska grasafræð-
ing Pugsley, sem aðallega fékkst við liinar allra erfiðustu ættkvíslir
grasafræðinnar, eins og undafífla (Hieracium) og augnfró (Eu-
phrasia), að hann hafi iðuglega notað síðast nefnda aðferð, og hún
reynzt honum býsna örugg. Ég hygg þó að engin þessara þriggja að-
ferða sé fullkomlega einhlít, hver út af fyrir sig. Allar hafa Jrær sínar
veilur. En séu þær tengdar skynsamlega saman og kryddaðar með
nokkru af hugmyndaflugi, verða þær furðu traustur ákvörðunar-
lykill.
Snúum okkur þá aftur beint að skeljunum og lítum á eina af
þeim mörgu hættum, sem geta orðið á vegi okkar við ákvörðunina.
Við ákvörðun á hfartaskelfum (Carclium) er bárufjöldinn eða gár-
urnar aftan á skeljunum talið mikilsvert atriði, og er það líka undir
flestum kringumstæðum. F.in Jiessara tegunda er háruskelin (C. cilia-
tum), og er liún önnur algengasta Gardium-tegundin hér við land. í