Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 24
18
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
eða þá dægradvöl fyrir börn og sérvitringa. En þetta er mikill mis-
skilningur. Skeldýrafræðin er órjúfanlega tengd ýmsum öðrunt mik-
ilsverðum greinum náttúrufræðinnar, svo sem: veðurfræði, liaffræði,
fornjurtafræði og jarðlagafræði. Sér í lagi tel ég mikilsvert fyrir jarð-
fræðinga að liafa yfir að ráða haldgóðri þekkingu á lindýrunum,
einkum samlokum og kufungum. Nú fjölgar stöðugt þeim íslending-
um, sem hafa brennandi áliuga á jarðsögu íslands og íslenzkri stein-
gervingafræði. Þessir menn komast fljótt að raun um, hve afar-þýð-
ingarmikið það er fyrir rannsóknir þeirra að eiga haldgóða þekkingu
á nútíma-skeldýralífi landsins, að ég nú ekki tali um þá menn, sem
beinlínis hafa gefið sig að athugunum á fornum skeljalögum. Nauð-
syn þessarar þekkingar er bein afleiðing af hinu dásamlega eðli skel-
dýranna — ekki því eðli, sem manninum er rnest talið til gildis, að
eiga ódauðlega sál — lieldur því eðli að eiga ódauðlegan líkama.
Söfnun skelja er vandaminni og geymsla þeirra auðveldari en
flestra annarra náttúrugripa, þar sem skeljarnar tómar nægja til þess
að ákvarða tegundirnar. Teldi ég það mikinn ávinning fyrir íslenzk
náttúruvísindi, ef meiri áherzla væri lögð á að kynna nemendum
skólanna okkar íslenzk lindýr en hingað til hefur verið gert.