Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 25

Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 25
Theodór Gunnlaugsson: Úr dagbók íslenzka fálkans Það er mér sönn ánægja í hvert sinn, er ég fæ „Náttúrufræðing- inn“, því að það bregzt ekki, að þá fæ ég jafnframt eitthvað gott í sarpinn. Svo fór líka, er ég las hann ásamt greininni: „Hvernig veið- ir fálkinn?"1 eftir Jóhannes á Grímsstöðum við Mývatn. Þar sem ég veit, að þeir bræður Ragnar og Jóhannes gætu sagt margar og merkilegar sögur úr einkalífi og samskiptum fuglanna, sem þeir hafa athugað um áratugi, kom mér i hug, eftir að hafa lokið lestri greinarinnar, það, sem gamall, en kátur karl sagði hér eitt sinn: „Er veizlan búin? Ég fékk ekki nóg.“ Um dagana hef ég veitt nokkrum fuglategundum sérstaka athygli. Þar á meðal er fálkinn. í sambandi við þær athuganir hef ég skrifað ofurb'tið niður til minnis, og einnig athugaverðar frásagnir annarra. Má vera, að eitthvað af því birtist síðar. En vegna þess að ýmsar skoðanir ltafa kornið fram um einstakar veiðiaðferðir fálkans og þá fyrst og fremst í „Náttúrufræðingnum" og sem áreiðanle°a byggjast á staðreyndum, þá langar mig einnig til að leggja liér orð í belg. Ég vil því biðja „Náttúrufræðinginn" fyrir eftirfarandi grein, ef verða mætti til þess, að áhugamenn á meðal leikmanna, og kannske einnig fuglafræðingar, fengju þar einhverjar bendingar í viðbót til athugunar, þar sem tækifærin að sjá fálka á veiðum virðast nú orðin harla sjaldgæf. Á fyrrnefndum minnisblöðum stendur eftirfarandi: „Sú veiðiaðferðin, er fálkar nota langoftast við rjúpur á flugi og byggist á þoli þeirra og flugbæfni, er sú, að veita þeim fyrst eftirför úr misjafnlega mikilli hæð, þreyta þær án þess að taka á því bezta sjálfir og sitja svo um færi, er þeir nálgast, til að renna sér niður að ]) I. Iicfti, 21. árg., bls. 24.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.