Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 27
ÚR DAGBÓK ÍSLENZKA FÁLKANS 21 Ef svo færi, lesari minn, að þú verðir einhverntíma staddur í brött- um fjallahlíðum eða undir mjög háum hamrabeltum, þar sem þú sérð fálka steypa sér skyndilega til flugs af hárri nibbu, þá taktu vel eftir því, ef hann rennir sér niður með vaxandi lrraða á renniflugi, hvort hann er ekki í vígahug, og þó enn betur, ef rjúpan (eða fugl- inn), sem hann stefnir að, nálgast þig á flugi í fullu fjöri og þér virð- ist hún kannske sýna rnerki þess á síðustu stund, að hún skynji aðför íálkans, þá taktu vel eftir, hvort hann heldur snýr kviðnum eða hlið- inni að henni, er þau hittast. Þetta síðarnefnda hef ég miklu oftar séð, er fálkar slá rjúpur úr mikilli hæð. Sérstaklega eru það gamlir fálkar, er nota þessa aðferð, enda auðséð, að hún er þeim miklu ör- uggari til sigurs. Myndum við ekki liaga okkur eitthvað svipað í lík- um tilfellum við lítinn, en hjólliðugan andstæðing, sem hefði ástæðu til að verjast okkur upp á líf og dauða, en jryrfti ekki annað en ör- litla snertingu til að fatast vörnin? Ég held við mundum þá einnig oft komast upp á að nota sjálf farartækin. Sjáir þú svo rjúpuna falla til jarðar og náir henni eftir slíka viðureign, hefur þú kannske í höndum sönnunargagnið, hvernig áverkinn er tilkominn. En sjón er sögu ríkari, og ólygnust eigin reynsla. Ég skal nú í fáurn orðum reyna að lýsa því, er tálki slær fugl, og á liina hlið, þegar hann grípur hann.1 Þegar fálki rennir sér að fugli á llugi til að slá hann, þ. e. gefa hon- um högg, Jrá fer hraði hans sivaxandi og því meir eftir því sem fall- lína hans er lóðréttari, og nær hámarki, er hann snertir fuglinn. Slái fálkinn rjúpu, sem er hátt í lofti, og fari hann eftir línu, sem hefur yfir 45° halla, þá fer liann ætíð í boga nokkuð niður fyrir hana til að magna höggið áður en hann sveigir upp á við aftur með því að breyta stöðu búksins og vængjanna. Ætli fálkinn aftur á rnóti að grípa fuglinn í klærnar, en það virðist hann oft sjá sér fært á síðasta augnabliki, þá dregur hann ætíð úr ferðinni með Jrví að slá úr vængj- um og stéli áður en hann grípur fuglinn. Þetta hef ég margoft séð við ýmsar og ólíkar aðstæður. Ef fálkinn sér, að fuglinn snýst ekki til varnar, t. d. rjúpa, á síðasta augnabliki, með snöggri hliðarsveiflu, þá er tækifærið oft upplagt að gTÍpa hann í klærnar. Þótt fálkanum mistakist slík grip, eins og oft hendir, sérstaklega unga fálka, þá má venjulega greina tvennt, ef einvígið gerist skammt frá manni. Það fyrra er hreyfing fótanna, hitt, að þá Jrýtur fálkinn áfram svipaða eða 1) Grænlandsfálka (hvítfálka) hef ég nokkrum sinnum séð, en aðeins tvisvar grípa rjúpu og í bæði skiptin á jörðu niðri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.