Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 29
ÚR DAGBÓK. ÍSLENZKA FÁLKANS
23
sem snertir hann með geysihraða. Með krepptum fótum hef ég ekki
getað séð, að fálkinn slái fugla á flugi, en aftur á móti dýr og fugla
sitjandi á jörð og vatni. Hef ég oft ltlegið að hrafni eða veiðibjöllu,
jDegar fálkar hafa ráðizt að þeim sitjandi, livað Jreir eru snarir að
„taka ofan“. Ég vil taka það fram hér, að fálkar virðast nota þessar
aðferðir mjög misjafnt, og áberandi rnunur er á leikni Jreirra hjá ein-
staklingum við hverja sérstaka aðferð. Sannar Jrað ájrreifanlega spak-
rnælið forna: „Hvað ungur nernur, gamall temur."
Þegar fálkinn slær stóra fugla á flugi, beitir hann klónum (senni-
lega á afturtám). Rennir hann sér Jrá heldur ekki ofan fyrir fuglinn,
heldur Jreytist venjulega að Iionum — oft úr tiltölulega lítilli hæð —
og snertir hann á línu, sem vísar mjögnálœgt Jreirri stefnu, er fuglinn
hefur sjálfur á fluginu. Með aðeins annarri klónni getur hann gert
banasár, bæði eftir baki, í vængvöðva, á hálsi eða höfði o. s. frv., svo
að t. d. stórar endur missi mátt eða fatist og falli til jarðar. Komi
þær þá ekki í vatn, er fálkanum oftast sigurinn vís.
Eitt sinn horfði ég á viðureign fálka og stóru grágæsar. Sló fálkinn
hana skammt frá mér, svo að dúnninn rauk af henni. Steypti gæsin
sér þá í dauðans angist niður á Jökulsá til hliðar við beljandi flaum-
inn. Ég sá hana mjög glöggt í sjónauka, þar sem hún skreið inn á
milli steina handan við ána og sá greinilega, að blóð seytlaði út ofar-
lega aftan á hálsi hennar.
í ljósaskiptum kvölds og morgna eru fálkar oftast á veiðum t. d. á
veturna. Þá eru rjúpur líka mest á ferli að öðru jöfnu. Leggja fálkar
þá leið sína yfir þá staði, þar sem helzt er veiðivon, t. d. meðfram
fjallabrúnum, hamraveggjum, skógarhlíðum o. s. frv. Oft eru tveir
fálkar (venjulega hjón) saman á veiðum, og er samspil þeirra oft
hnitmiðað. Komist rjúpan undan með því að kasta sér niður í stór-
vaxinn og þéttan birkiskóg, urðir, að hamraveggjum eða þ. u. 1.,
steypir annar fálkinn (venjulega sá yngri) sér yfir liana og sezt sem
allra næst henni, en við það flýgur hún venjulega upp af ótta við
hann. Hinn fálkinn, sem bíður og sveimar hátt uppi, er Jrá viðbúinn,
og hefur sá eftirleikur oft skjótan enda.
Þá er komið að því að skýra hér frá nokkrum atburðum, sem ég
og aðrir hafa verið áhorfendur að og sýna fluglist, hæfni og dirfsku
fálkans á veiðunr og ennfremur veiðiaferðir lians, sem reynt hefur
verið að skýra að nokkru hér að framan.
í skógivaxinni brekku undir 150—200 m háunr klettabeltunr kem-
ur rjúpa á flugi og stefnir franr hjá rétt neðan við mig. Eins og ör-