Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 32
26 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN mínum, er hafa alla ævi haft sérstaka aðstöðu til að veita veiðiaðferð- um fálkans sérstaka athygli. Er þar að finna ýmislegt til viðbótar því, er áður er sagt. Eins og lesendum „Náttúrufræðingsins“ er kunnugt, hefur Björn lireppstjóri, Lóni, ritað í hann mjög merkilegar greinar um dýr og fugla. Þar á meðal um fálka, er réðst á svartbak, sem hafði rænt eggi úr hreiðri hans, og með þeim afleiðingum, að svartbakurinn sleppti egginu, og hraðaði sér lturtu, eins hratt og vængirnir gátu borið hann. Aftur á móti greip fálkinn eggið í klærnar á niðurfallinu og flaug með það upp í hreiður sitt. Á þessa viðureign horfðu þrír glöggir og greinagóðir menn. í 5. árg. „Náttúrufræðingsins", bls. 25—27 er grein eftir Björn, skrifuð 5. jan. 1935, með fyrirsögninni: ,,Með hverju slá fuglarnir?" Þar stendur neðst á bls. 25: „Ég hef nokkrum sinnum séð fálka „slá“ fugla á flugi, og einu sinni það nærri mér, að ég sá með vissu, að fuglinn — rjúpa — varð fyrir höggi af vængnum. Þá hafa og fleiri menn hér, sem of langt mál yrði upp að telja, sömu sögu að segja.“ Nágranni Björns í Lóni, Ólafur Jónsson, bóndi á Fjöllum um langt skeið (f. 21. nóv. 1881), gekk við rjúpur um áratugi og skaut sum haustin og fram eftir vetri á annað þúsund rjúpur í fjöllunum vestur og suðvestur af bænum. Eru þau mjög brött og há eins og t. d. Sauða- fell 696 m og Þríklakkur 727 m yfir sjó. Ólafur var orðlögð rjúpna- og refaskytta og afburða göngumaður. Vafalítið hefur hann fengið flest tækifærin af sýslungum mínum ásamt góðri aðstöðu til að taka eftir árásum fálkans á rjúpurnar, sem þarna var oft mjög mikið af um og eftir aldamótin, og þá einnig oft mikið af fálkum. Segist Ólaf- ur, sem er mjög athugull og skýr maður, oft hafa séð fálka slá rjúpur á flugi örstutt frá sér, bæði yfir höfði sér og til hliðar við sig, og virzt. eftir öllum hreyfingunr fálkans, að hann beiti þá langoftast öðrum hvorum vænghnúa, eftir því til lrvaða hliðar rjúpan sveiflar sér á því augnabliki, sem fálkinn þýtur hjá lienni. Sá Ólafur þær oft falla nið- ur vængbrotnar, og einnig kom fyrir, að höfuðið þeyttist af þeim, og kom það ásamt búknum niður skannnt frá honunr. Eitt sinn sló fálki rjúpu við klettabelti rétt hjá honum á geysiferð, og rústaðist hægra vængbein hennar milli olnboga og úlfliðs. Annað sinn sló fálki rjúpu á mjög lóðréttu skriði, og þeyttust stélfjaðrirnar af lrenni. Fór lrún kollhnýs í loftinu niður að jörð. ]\fargt fleira hefur Ólafur sagt mér unr aðför fálka við rjúpur og sérstaklega, hvílíka leikni og fjöllræfni ganrlir fálkar sýna á veiðum. Eitt sinn konr Héðinn, sonur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.