Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 33
ÚR DAGBÓK ÍSLENZKA FÁLKANS
27
Ólafs, fram á fálka, sem var að gæða sér á stóru grágæs, er var ný-
dauð. Sá hann gæs á flótta nokkru áður undan fálka, og stefndi hún
í sömu átt undan grimmilegum árásum fálkans, sem virtist vera að
yfirbuga hana. Sýndist Héðni gæsin vera orðin blóðug að framan,
þegar hún flaug hjá honum.
Eftirfarandi frásögn sannar það, að ekki eru allar ferðir til fjár.
Um 1924 var Egill bóndi Sigurðsson á Máná á Tjörnesi ásamt fleir-
um við lundaveiðar í Mánáreyjum. Veður var kyrrt, sléttur sjór og
voru þeir staddir í bát austan undir Háey. Sjá þeir, hvar fálki kemur
eins og örskot fyrir bjargnefið að norðan, grípur þar lunda í klærn-
ar rétt við bjargbrúnina og stefnir suður með henni að austan og
nálgast þá. Sá Egill glöggt, hvernig lundinn brauzt um í klóm fálk-
ans. Þegar fálkinn flaug með bjargbrúninni hátt uppi yfir höfðum
þeirra, rak hann skyndilega upp óvænt öskur, eins og hann hefði sár-
kennt til, hálfstanzaði í loftinu, eins og honum hefði fatazt flugið,
og sleppti lundanum, sem kom svífandi niður án þess almennilega
að komast á réttan kjöl. En það undruðust þeir, sem á horfðu, hvað
lundinn var fljótur að átta sig, þegar hann kom í sjóinn, því að á
sömu stundu var hann kominn á kaf og gusan stóð beint upp í loft-
ið. Fálkinn, sem var dökkur, forðaði sér burtu, og taldi Egill það
vafalítið ungan fugl. Jafnframt taldi Egill, að lundinn hefði áreiðan-
lega náð til að bíta fálkann á óþægilegum stað, og hefði hann þá
áreiðanlega ekki dregið af sér. Og bit þeirra, sagði Egill, væru oft
framkvæmd af furðulegri snerpu.
Hjá Leirhöfn á Sléttu er landslagi þannig háttað, að bærinn stend-
ur við ræturnar á brattri fjallshlíð, er snýr móti vestri. Við hlaðvarp-
ann liggur grunnt stöðuvatn, sem nær út að sjó. Norðan við eiðið,
sem er fremur mjótt, er stór vík. Þar er oft logn og ládeyða, þótt utan
við sé úfinn sjór. Mergð fugla safnast oft á þessa vík og umhverfis
hana.
Sigurður bóndi Kristjánsson, einn af hinum landskunnu Leir-
hafnarbræðrum, hefur sagt mér ýmsar sögur af fálkum og veiðiað-
ferðum þeirra. Sjálfur er Sigurður mikill veiðimaður og afburða
skytta. Fara hér á eftir í fáum orðum nokkrar frásagnir hans.
Á víkinni fyrrnefndu hefur Sigurður oftar en einu sinni séð fálka
grípa langvíu, sem legið hefur á sjónum, drasla henni á loft og fljúga
með hana burtu. Langoftast stinga þær sér undan árásinni, en stund-
um eru þær svo sinnulausar og aðframkomnar, að þær virðast enga
rænu hafa á því að forða sér. Á sörnu slóðum hefur Sigurður séð