Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 42
1
Steindór Steindórsson: #
Flórunýjungar 1951
Sumurin 1949 og 1950 ferðaðist ég uin Húnavatnssýslu. Fyrra sumarið nokkuð um
Vatnsnes, Núpsdal í Miðfirði og Vesturhóp, en sfðara sumarið um strandlengjuna aust-
anvert við Húnaflóa, en mest þó um miðbik hennar, en fór auk þessa snögga ferð inn
um Ása og inn í Blöndudal. Birtist hér skrá um það, er ég varð vísari um útbreiðslu
nokkurra hinna sjaldgæfari tegunda, svo og um eyður, er ég þóttist finna í útbreiðslu
nokkurra tegunda, sem annars eru taldar algengar. Einnig tel ég hér með nokkra eldri
fundi, er ég staðfesti við nánari skoðun á safni mfnu, einnig örfárra frá sumrinu 1951,
en það sumar vannst mér ekki tfmi til nokkurra verulegra grasaferða. í síðari kafla
greinar þessarar er skrá um þá slæðinga, sem ég lief fundið á ýmsum stöðum hin síðari
ár. Tegundaheiti og röð er hin sama og í 3. útg. Flóru íslands, en höfundahcitum
plöntunafna sleppt, nema á þeim slæðingum, sem ekki er getið í Flóru.
I
1. Botrychium lanceolatum, Kirkjuhvammur, Vatnsnesi (hér eftir skammstafað Vn),
1949, Selland í Fnjóskadal 1951.
2. IVoodsia ilvensis, Kárastaðir, Vn.
3. Dryopteris Linneana, Steinnýjarstaðir, Skagaströnd (skammstafað: Skstr), lítið eitt
á einum stað.
4. Athyrium alpestre, Steinnýjarstaðir, Fjall, Skstr. 1950, lftið á tveimur stöðum.
5. Lycopoclium alpinum, Vindhæli, Skstr. 1950. Fann hann ekki annars staðar á rann-
sóknarsvæðinu, þrátt fyrir allmikla leit.
6. Isoetcs echinospora, Svínavatn, Hún. 1950. Lítið eitt rekið f land við norðurenda
vatnsins.
7. Potamogeton aípinus, Tindar, A-Hún. 1950, lítið eitt á einum stað.
8. — perfoliatus, Saurbær, Vn. 1949, Laxárvatn á Ásum 1950.
9. — praelongus, Hafnir á Skaga, Laxárvatn á Ásum 1950. Á síðarnefndum
stað var mikið rekið í land.
10. Poa laxa flexuosa, Fjallsöxl, Skstr. 1950, f ca. 400 m hæð.
11. — trivialis, Hvammstangi 1949.
12. Scirpus acicularis f. submersa, Tjörn, Vn. 1949, Laxárvatn á Ásum, Breiðavað f
Langadal 1950. y
13. Carex capitata, sjaldgæf á báðum rannsóknarsvæðunum.
14. — echinata, Höskuldsstaðir, Skstr. 1950.