Náttúrufræðingurinn - 1952, Qupperneq 46
40.
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Af þessum 30 tegundum slæðinga eru 13, sem ekki er getið í Flóru íslands. Af þeim
Itef ég getið þriggja áður, og einnar, Anthriscus, hefur Ingólfur Davíðsson getið frá
öðrum stöðum, 9 tegundir eru því algerlega nýir slæðingar. Ekki verður enn sagt um
það, hverjir af þessum 30 slæðingum séu orðnir ílendir, eða kunni að verða það. Lík-
legt tel ég þó að eftirtaldar tegundir ílendist: Phalaris arundinacea, Polygonum con-
volvulus, Chenopodium album, Sinapis aruensis, Rorippa silvestris, Anthriscus silvestris,
Lamium album, Galium mollugo og Tanacetum vulgare. Hinar eru allar ólíklegri, og
víst má telja um sumar þeirra, svo sem Salsola rutlienica og Helianthus annuus, að
engar líkur eru til að þær ílendist. Annars virðist mér greinilegur munur þess, hversu
slæðingum gengur seinna að ílendast hér nyrðra en sunnanlands, og væri það í sjálfu
sér rannsóknarefni, að fylgjast með því, og bera saman. En eins og grein þessi ber með
sér, eru allar athuganir mínar á varanleik slæðinganna gerðar hér nyrðra. Sumar teg-
undirnar, sem hér er getið, t. d. Fagopyrum sagittatum og Thlaspi arvense, munu vaxa
að staðaldri sunnanlands, þótt sjaldséðar séu hér.
Akureyri á fyrsta vetrardag 1951.
SUMMARY
In the first part of this article mention is made of new localities and distribution of
41 native vascular plante and hybrids. Of the hybrids, Carex rigida x C. salina and
Carex Goodenoughii x C. rufina, are new to Iceland, and the species Juncus castaneus
and Stellaria calycanthe, are new to North-Iceland.
In jrart II new localities of 30 accidentally introduced plants are recorded, of these,
13 species are new to Icland, and are marked with an asterisk.