Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 48
42 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN víðfræga hnattsiglingu „Dana“ árin 1928—30, en þar var dr. Jesper- sen meðal nánustu samstarfsmanna dr. Sclimidts. Dr. Jespersen hóf rannsóknir sínar á íslenzku svifdýralífi með at- hugunum á gögnum „Thor“ leiðangursins, sem safnað var hér við land á árunum 1903—1908, aðallega árið 1904. Skrifaði hann ritgerð um athuganir sínar á útbreiðslu svifseiða síldar og loðnu (On the occurence of the post-larwal stages of the herring and the „lodde“ (Clupea harengus L. and Mallotus villosus O.F.M.) at Iceland and the Færoes. — Medd. Komm. Havundersögelser Bd. VI, nr. 1), sem út kom árið 1920. Voru hér leidd rök að þeirri niðurstöðu, að lirygn- ingarstöðvar síldarinnar væru aðeins við sunnan- og suðvestanvert landið, og að um tvo kynstofna væri að ræða, eins og dr. Bjarni Sæ- mundsson og dr. Johannes Schmidt höfðu áður bent á, Ritgerð þessi markar upphaf rannsókna, sem dönsku hafrannsóknirnar héldu áfram fram a^ síðustu styrjöld, og við íslendingar tókum upp árið 1947. Doktorsritgerð sína varði Poul Jespersen árið 1928. Fjallaði hún unr fæðu síldarinnar í sjónum við Danmörku. Þetta efni varð hon- um hugleikið, og gerði hann á árunum 1927—1931 tilsvarandi rann- sókn á fæðu íslenzku síldarinnar (On the food of the herring in Ice- landic waters — Medd. Komm. Havundersögelser Serie Plankton, Bd. II). Birtist sú ritgerð árið 1932. Hér var í fyrsta skipti gerð grein fyrir fjöldaldutföllum dýranna, sem síldin nærist á, og fæðu- magn í mögum síldarinnar atliugað á mismunandi tímum síldveiði- tímabilsins. Um mergð og útbreiðslu dýrasvifsins í sjónum kringum ísland skrifaði dr. Jespersen aðra ritgerð (Investigations on the quantity and distribution of zooplankton in Icelandis waters — Medd. Komm. Havundersögelser Ser. Plankon Bd. III, nr. 5). Ér hún mjög greinargott yfirlit fyrir sviffræðinga, sem slíkar rannsóknir stunda. Hin síðari ár lineigðist dr. Jespersen mjög til systematískra rann- sókna og lagði einkum stund á einkenni og útbreiðslu rauðátuteg- undanna, eða krabbaflónna (Copepoda). Eru frá hans hendi margar ritgjörðir um þetta efni, hin síðasta um íslenzkar krabbaflær (Non- parasitic Copepoda — Zool. of Iceland III, 3 1940). Vandvirkni og samvizkusemi einkenna öll þessi störf, og megum við íslendingar vera þakklátir fyrir þann mikla fróðleik, sem safnað var í rit þessi. Þau eru ekki þess eðlis, að af þeim stafi mikill ljómi í augu almenn- ings, enda eru þau einungis ætluð sérfræðingum, en fyrir þá eru þau

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.