Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 55
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
47
menntamálaráðherra liðsinni hans í því máli. Það verður ekki of
oft endurtekið, að Náttúrufræðingurinn Iiefur þýðingarmiklu
menningarhlutverki að gegna, ekki sízt þar sem náttúrufræði- og
landafræðimenntun landsmanna er svo forsómuð og vanrækt, að
andlegri heilbrigði þjóðarinnar er beinn háski að, ef ekki verður
eitthvað úr bætt. Ennþá eru kaupendur Náttúrufræðingsins alltof
fáir. Ég efast ekki um, að fjölga má félagsmönnum að mun, ef nú-
verandi félagsmenn leggjast allir á eitt um útvegun þeirra.
Með þessu hefti Náttúrufræðingsins Iiel'st sú nýbreytni, að því
fylgja tvær myndasíður, prentaðar á sérstakan myndapappír, og er
ætlunin, að slíkt myndablað fylgi hverju hefti hér eftir. Myndaserían
í þessu hefti er upphaf á myndaseríu um íslenzka fugla. Mun dr.
Finnur Guðmundsson sjá um þá myndaseríu og skrifa grein um
hvern fugl, sem myndir birtast af, en myndirnar verða flestar eftir
Björn Björnsson, fynv. kaupmann frá Norðfirði, sem náð liefur
langbeztum árangri íslenzkra manna í Ijósmyndun fugla, enda vak-
ið athygli erlendis með myndum sínum. Ætlunin er að birta í
Náttúrufræðingnum fleiri slíkar seríur náttúrufræðilegs efnis, m.
a. seríu jarðfræðilegra mynda, sem undirritaður mun sjá um.
Við göngum þess ekki gruflandi, að þessum myndasíðum fylgir
talsverður kostnaðarauki, en teljum, að því fé sé vel varið, og von-
um, að þessar myndaseríur verði lesendum ritsins til fróðleiks og
nokkurs augnayndis. Annars væri fróðlegt að heyra álit kaupenda
Náttúrufræðingsins á þessari nýbreytni, og yfirleitt er ég þakklátur
hvers kyns óskum og ábendingum kaupenda viðvíkjandi tímarit-
inu.
S. Þ.
i