Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 6
68
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
jarðskjálfti hefur orðið í nágrenninu. Þessi aukna hætta varir þó að
jafnaði aðeins í nokkra daga.
Stœr'S jarSskjálfta.
Orka jarðskjálfta er sú hreyfiorka, sem myndast við upptökin.
Eining sú, sem orkan er mæld í, er nefnd stærð jarðskjálftans (á
ensku: earthquake magnitude). Stærðin 1 samsvarar hér um bil
þeirri hreyfingu jarðarinnar, sem orsakast af þungri umferð, vindi
eða bylgjum hafsins. Sérhver aukning stærðarinnar um eina einingu
merkir 10 sinnum meiri hreyfingu jarðarinnar heldur en þá hreyf-
ingu, sem táknuð var með lægri tölunni.
Mesta stærð jarðskjálfta, sem enn hefur mælzt, var 8.6 i Kolumbíu
1906 og við landamæri Indlands og Tíbet 1950.
Jarðskjálftar stærri en 7.7 eru kallaðir mjög miklir og koma að
meðaltali tveir slíkir á ári á jörðinni. Jarðskjálftar að stærð 7.0 til 7.7
cru miklu jarðskjálftar (meðalfjöldi á ári um 12). Jarðskjálftinn fyrir
2. mynd. Jarðskjálftarit fré Oxford af Dalvíkurjarðskjálftanum 1934. — Seismo-
gram from Oxford of the Dalvík-earthquake of 1934.
norðan ísland 22. janúar 1910 tilheyrir þessum flokki (stærð 7.1 og
eins jarðskjálftinn við Heklu 6. maí 1912 (stærð 7.0), en ekki jarð-
skjálftinn í Dalvík 2. júní 1934 né jarðskjálftinn á Suðvesturlandi
23. júlí 1929, en stærð þeirra hvors um sig var um 6%. Aftur á móti
má gera ráð fyrir, að stærð jarðskjálftans 26. ágúst 1896 á Suðurlandi
hafi verið nálægt 7^/2, °g jarðskjálftinn 14. ágúst 1784 var að líkind-
um enn meiri. Hér á íslandi koma að jafnaði einu sinni á ári jarð-
skjálftar að stærð 5 eða meiri. Síðan í ársbyrjun 1952 hafa þrír slík-
ir jarðskjálftar komið fyrir l.apríl 1955: 12. marz og 16. maí 1952
og 15. janúar 1955, sem allir áttu upptök sín skammt frá Krísuvík.