Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 11
UM UNDAFlFLA
73
vísindanafn þessarar ættkvíslar, er komið af gríska orðinu Hierax, og
þýðir það haukur eða fálki. Trúðu Forn-Grikkir því, að fuglinn not-
aði þessa jurt, til að gera sjón sína skarpari. En flestir vita, að valur-
inn sér afburða vel. Þetta gæti bent til þess, að undafíflar hefðu verið
notaðir til lækninga við augnveiki. En hér á landi a. m. k. veit ég ekki
til þess, að þeir hafi verið notaðir til annars en að græða sár, enda
höfum við aldrei tekið i notkun þýðingu á gríska heitinu, eins og svo
margar aðrar þjóðir. Bretar og Bandaríkjamenn nefna t. d. undafifil-
inn hawkweed, Þjóðverjar Habichtskraut, Danir högeurt, Færeying-
ar smyrilsurt, og Svíar hökurt.
I. Útlit.
Áður en lengra er farið, tel ég æskilegt að kynna undafíflana með
nokkrum orðum. Allir eru þeir fjölærar jurtir með jarðstöngul eða
renglur og hafa mjólkursafa. Stöngullinn er óholur og oftast hærður,
gagnstætt því sem er á túnfíflinum (Taraxacum), blaðlaus eða með
fáum eða mörgum blöðum. Körfureifarnar, sem einu nafni kallast
biða, eru nær ætíð með einhvers konar hárum, venjulegum hárum,
sem stundum eru tennt, stjarnhárum eða kirtilhárum. Og oftar en hitt
eru öll þessi hár til staðar á sömu plöntu. Auk þess eru sumar tegund-
irnar með smáum, gulum kirtlum (mikrokirtlum). Blöð og stöngull
eru einnig oftast hærð. Körfur eru 1 eða fleiri og mynda oft sam-
setta blómaskipun. Blómin eru nær ætíð gul, sjaldan rauðleit. Unda-
fíflar þroska álunarhæft fræ — flestir án undangenginnar frjóvgunar.
Aldinin eru hnetur með ógreindu svifi, svartar eða dumbrauðar,
sjaldan gulleitar að lit, sívalar og trjónulausar, en með rifjum. Stíll-
inn er venjulega gulbrúnn eða móbrúnn, en getur líka verið svartur
eða fagurgulur. Við þurrkun breytist oft litur stílsins, en litur hans
er þýðingarmikill við ákvörðun tegundanna. Líkamsstærðin er mjög
breytileg, hæðin allt frá 10 cm upp í 100 cm, og fer hún eftir eðli
eða þeim ytri skilyrðum, sem jurtirnar búa við. Undafíflarnir eru
þannig gerðir, að þeir forðast algerlega ræktaða jörð, þeir una lifinu
bezt í grónum eða hálfgrónum hraunum, í kjarrlendi, klettasprung-
um og í grasi grónum gilhvömmum. I miklu raklendi eða í mýrlendi
þrífast þeir ekki.
II. Skipting fíflanna í deildir.
Til hægðarauka hafa grasafræðingar skipað öllum tegundum unda-
fífla í 3 stórar deildir: Pilosella, Archieracium og Stenotheca. Ffverri