Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 14
76
NÁTT0RUFRÆÐINGURINN
IV. Undafíflasöfnun hérlendis.
Við íslendingar höfum aldrei átt grasafræðing, sem hefur sérstak-
lega helgað sig söfnun og rannsóknum undafífla. Flestir jurtasafn-
endur okkar hafa fremur en hitt forðazt tegundir þessarar ættkvíslar
af þeirri einföldu ástæðu, hve ákvörðun þeirra er erfið. Þó söfnuðu
þeir grasafræðingamir Stefán Stefánsson, Ölafur Davíðsson og Helgi
Jónsson undafíflum með öðrum háplöntum, í þeirri von, að einhvern-
tima mundi takast að leysa ákvörðunarvandamálið. Mun Stefán vera
fyrsti IslencLingurinn, sem safnaSi undafíflum. Elztu íslenzku eintökin,
er ég hef handfjallað af ættkvísl þessari, em frá sumrinu 1846, safn-
að af hinum kunna, brezka grasafræðingi C. Babington, en það sumar
var hann við grasarannsóknir í nógrenni Reykjavíkur. Eru eintök þessi
nú geymd í grasasafninu í Cambridge. Auk þeirra manna, sem þegar
era nefndir, hafa ýmsir grasafræðingar og áhugamenn um jurtir,
bæði íslenzkir og erlendir, safnað töluverðu af fíflum víðs vegar um
landið á s.l. áratugum. Sér í lagi hefur miklu verið safnað 3 s.l. ár,
mest fyrir mína áeggjan, þar sem ég hef tekizt þann vanda á hendur
að rannsaka eftir föngum þessa erfiðu ættkvísl. Söfnun þessara manna
hefur verið mér mikil hjálp við rannsóknimar, og eiga þeir miklar
þakkir skilið fyrir starf sitt. Með þessu móti hef ég fengið í hendur
fifla frá fjölmörgum stöðum úr öllum landshlutum, og þá um leið
betri heildarsýn yfir úthreiðslu tegundanna heldur en áður gafst.
Svo að segja allt það, sem íslendingar söfnuðu af undafíflum fram
til ársins 1938, var sent út úr landinu til ákvörðunar, og hefur —
því miður — ekki átt afturkvæmt. Er það geymt i grasasöfnunum i
Kaupmannahöfn, Ósló og Stokkhólmi. Ákvörðun eða lýsingar teg-
undanna voru gerðar af sænska undafíflafræðingnum Dahlstedt (d.
1934) og norska undafíflafræðingnum Omang (d. 1953). Samkvæmt
ákvörðun þessara tveggja vísindamanna eiga að vaxa hér 108 teg-
undir undafifla, auk margra afbrigða. En hér vora ekki öll kurl kom-
in til grafar. Síðan 1938 hafa komið í leitirnar fjölmargar nýjar teg-
undir, sem eftir er að lýsa.
V. Hve margar tegundir undafífla vaxa hér á landi?
Ég hef þegar getið þess, að búið sé að lýsa 108 tegundum fífla, og
að enn sé eftir að lýsa mörgum. Spurningunni um tegundafjöldann
er ómögulegt að svara nema út í hött, þvi að líklegt er, að enn séu
allmargar tegundir ófundnar. Og tala þeirra, sem era í lýsingu, er
mjög óákveðin vegna þess, að ekki verður unnt að taka allt með, þó