Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 15
UM UNDAFÍFLA 77 að nýtt kunni að vera. Lýsingar af einu eða fáum gölluðum eintökum er t. d. ekki vogandi að gera. Sem lágmarkstölu mun þó vera óhœtt að nefna 170 tegundir. Til samanburðar ætla ég að geta þess, að í Grænlandi vaxa 17 tegundir, 30 í Færeyjum og 260 á Bretlands- eyjum. Aftur á móti vaxa meira en 2000 tegundir í Skandinavíu, en þess er gætandi, að hún er áföst meginlandi Evrópu og auk þess betur rannsökuð í þessum efnum en nokkur annar blettur á jör'Öunni. Ef við gætum okkur þess til, að Island og Bretlandseyjar stæðu líkt að vígi með tilliti til nákvæmni rannsóknanna, þá liggur það ljóst fyrir, að Island er að tiltölu miklu auðugra af undafíflum, þar sem Bret- landseyjar liggja svo skammt undan meginlandinu. VI. Skyldleiki íslenzkra og erlendra undafífla. Það vekur furðu margra, þegar sagt er, að flestar íslenzku unda- fíflategundirnar séu endemiskar eða einlendar, en því er víðar en hér svo varið, einkum þegar um afskekkta staði eða eylönd er að ræða. T. d. eru færeysku tegundirnar einlendar (ef til vill að 1 undanskil- inni). Á hinn bóginn er náinn skyldleiki oft augljós, og bendir það til sameiginlegs uppruna. Okkar undafíflaflóra er ekki við eina fjöl- ina felld i þessum efnum. Hún er ekki einungis af norskum, færeysk- um og brezkum uppruna, heldur finnast líka þó nokkrar tegundir, sem virðast ekki vera nákomnar neinum öðrum þekktum tegundum. Þær tegundir, sem líkjast mest norskum fíflum, vaxa helzt um norðanvert landið, allt frá Vestfjörðum til Austfjarða; þeir sem líkjast þeim fær- eysku eru mest á Austfjörðum og suðaustanlands, og þeir sem líkj- ast þeim brezku eru aðallega um suður- og suðausturhluta landsins. VII. Breytileiki tegundanna. Mjög hefur því verið haldið á loft, hve erfitt sé að ákvarða eða sundurgreina tegundir undafíflanna, enda halda sumir grasfræðingar því fram, að hér sé ekki um raunverulegar tegundir að ræða, heldur sé ættkvísl þessi hlutfallslega fáar hóptegundir, og sé hver hóptegund aragrúi afbrigða eða smátegunda, sem óaðskiljanlega eru tengdar laver annarri, en þó í mismunandi ríkum mæli. Hefur þetta verið nefnt á erlendu máli clon, er þýðir grein. Tegundarhugtakið er mjög teygjanlegt, og oft hefur orðið ágrein- ingur um það meðal lærðra manna, hvað telja beri tegund og hvað ekki. Við skulum taka okkur til og safna svo sem 20 eintökum af tún- vorblómi (Draba rupestris), sitt á hverjum stað og í mismunandi lendi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.