Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 16
78 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN og lýsa hverju eintaki af ýtrustu nákvæmni. Á sama hátt skulum við fara með einhverja undafífilstegund, og bera svo saman niðurstöðurn- ar. Hver verður þá munurinn? Aðeins sá, að fíflarnir hafa stærri og óreglulegri breytisvið. Báðar tegundirnar halda sinum grundvallar- sérkennum. En það eru fleiri ættkvíslir en undafiflaættkvíslin, sem geta verið breytigjarnar, má þar til nefna maríustakka og rósir. En liggja þá ekki einhverjar þekktar orsakir til þessa hvikulleika? Jú, vissulega. Það er meginregla á meðal fræplantnanna, að frjóefni hinna karllegu kynfæra, fræflanna, frjóvgi eggfrumuna í eggleginu, svo að spírunarhæft fræ geti myndazt. En engin regla er án undantekning- ar. Margar jurtir eru í því ástandi, að þær þroska alls ekki frjó, eða frjóið getur ekki gegnt hlutverki sínu, þó að það nái að þroskast. Eigi að síður framleiða jurtir þessar spírunarhæft fræ. Þessu fyrirbæri hefur verið gefið vísindanafnið Apomixis, er mætti kalla einœxlun á íslenzku. En þessi „undarlegheit11 gerast ekki ætíð á sama hátt. Þegar eggfruman sjálf leikur aðalhlutverkið, er þetta nefnt Partheno- genesis eða meyfæ'Öing. Sem dæmi um íslenzkar jurtir, sem hafa mey- fæðingu, er hægt að nefna maríustakka og fjallalójurt. Taki aftur á móti einhver önnur fruma í kímsekknum að sér hlutverk eggfrum- unnar, er það nefnt Apogamí eða geldœxlun, er því hér um eins kon- ar kynlausa æxlun að ræða, og slík er tímgun meginþorra allra unda- fífla. Nokkur hluti tegundanna af Islandsfífilsdeildinni þroskar þó fræ með eðlilegum hætti. Við geldæxlun verða oft miklar truflanir í egglegi fíflanna, og getur það haft afdrifarík áhrif á líf þeirra. Bygg- ing blómsins hjá undafíflunum sýnir, að þeir hafa einhvern tíma í fyrndinni framleitt fræ með venjulegu móti. Hvaða orsakir liggja til þessara eðlisbreytinga, vita menn ekki með vissu. Sumir halda því fram, að hér sé um að ræða afleiðingu kynblöndunar frá fyrri öldum. Byggja erfðafræðingar þessa skoðun sína á því, að litþráðafjöldi þeirra fíflategunda, sem frjóvgast á venjulegan hátt, er lægri en hjá hinum apogamísku fíflum, byggður upp af tölunni 9. Flestir apogamísku fífl- arnir eru 3-litna, 4-litna eða 5-litna. Aðrir telja, að stökkbreytingar (mutation) hafi átt hér allverulegan hlut að máli. En sem sagt: For- tíð undafíflanna liggur enn í móðu og mistri. VIII. Landnám tegundanna á íslandi. Það er orðið alllangt síðan, að norrænir grasafræðingar fóru að ' hugleiða, á hvern hátt háplöntumar hefðu getað numið löndin að jök- ultíma loknum. Hafa Norðmenn öðrum fremur leitazt við að sýna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.