Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 17
UM UNDAFlFLA
79
fram á það með rökum, að svo og svo margar tegundir hafi lifað af,
að minnsta kosti síðasta ísaldarskeiðið. Hvað fsland snertir, þá hefur
Steindór Steindórsson, menntaskólakennari, athugað þessa hluti og
komizt að sömu niðurstöðu og norsku grasafræðingarnir. Steindór
heldur því sem sé fram, að hér hafi lifað af þetta síðasta kuldaskeið
ekki færri en 214 háplöntutegundir eða sem svarar 49,3% af íslenzku
flórunni. En hér undanskilur hann túnfífla og undafífla. 1 grein sinni
í ársriti Ræktunarfélags Norðurlands 1954 um þetta efni segir hann:
„Eftir því sem bezt er nú kunnugt, hafa fundizt hér á landi rúmlega
430 tegundir fræplantna og byrkninga, sem taldar eru innlendar, auk
fífla og undafífla, sem litlu máli skiptá1) í því efni, sem hér um ræðir.“
Hér er ég ekki sammála Steindóri. Ég hygg, að undafíflarnir skipti
miklu máli, þegar rannsaka á innflutning flórunnar. Nákvæm þekk-
ing á útbreiðslu þeirra gæti áreiðanlega auðveldað lausn landnáms-
vandamálsins. Ég er ekki efins um það, að þó nokkrar tegundir unda-
fífla hafa lifað af síðasta ísaldarskeið. Á Vestfjörðum og á Norður-
landi, einkum í grennd við Eyjafjörð, vaxa tegundir af deildunum
Alpina, Nigriscentia og Prenanthoidea, sem virðast dálítið sérstæðar í
sinni röð. Og vitað er, að allir grasafræðingar, sem liafna ördeyðukenn-
ingunni, halda því fram, að bæði Fellafífill (H. alpinum) og Skraut-
fífill (H. thulense) haf lifað af hinn síðasta harða ísaldarvetur í
Norður- og Mið-Evrópu, og er þó síðarnefnda tegundin engu harð-
gerðari en sumar aðrar tegundir fíflanna. En hvenær hafa þá þær
fiflategundir, sem ekki uxu hér á síðasta ísaldarskeiði, numið hér land?
Því verður ekki hægt að svara að svo stöddu, svo að óyggjandi sé;
það sama er að segja um eftirisaldar-landnám annarra háplantna.
Eitt og annað má telja sennilegt eða hálfrökstutt. Þekking á útbreiðslu
undafífla-tegundanna er enn ekki komin svo langt, að ég geti sagt mitt
síðasta orð í þessurn efnum. Eins og sakir standa nú, hygg ég helzt,
að landnámið hafi farið fram á ýmsum tímum, og mest löngu fyrir
okkar tímatal. Hinn mikli undafíflafræðingur Omang telur mjög senni-
legt, að margar íslenzku fíflategundirnar hafi flutzt inn á landnáms-
tíð, en þar er ég á annarri skoðun. Ef svo hefði verið, ættum við að
eiga meira af Islandsfífils-deildinni, þar sem tegundir hennar vaxa
mest á láglendi og oft í nágrenni við mannabústaði, og því mestar
líkur fyrir því, að fræ þeirra tegunda hefðu slæðzt í skepnufóðri frá
Noregi. Enn eitt er athugandi í þessu máli, þ. e. að flestar íslenzku
1) Leturbreyting min.