Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 21

Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 21
UM UNDAFlFLA 83 um, á Skútustöðum og að Baldursheimi við Eyjafjörð. Hvort hér er um isaldartegund að ræða, er mjög vafasamt, en hún er áreiðanlega gömul í hettunni. 6. Smáfífill (H. congenitum) vex um Austfirði og á Suðaustur- landi, svo og á fáeinum stöðum norðanlands. Frumheimkynni tegundarinnar hér á landi eru óefað Austfirðir. Bæði í Skand- inavíu og í Færeyjum vaxa tegundir, sem henni eru mjög skyld- ar og eiga þær sjálfsagt sameiginlegan uppruna. Fífill þessi er óefað hingað kominn löngu fyrir landnámstíð. 7. Skallafífill (H. demissum) nær frá Álftafirði Au., suður og vestur um, og allt norður til Reykholts í Borgarfirði. Ég hygg fífil þenna kominn frá Bretlandseyjum, eða nánar tiltekið frá Shetlandseyjum, alllöngu fyrir landnámstíð. Breytigjöm tegund, er auðveldlega mótast af ytri kjörum. 8. Hvasstannafífi 11 (H.acidophorum). Vex á þó nokkrum stöð- um og mikið í stað um Suður-, Suðaustur- og Vesturland. Af- brigðaauðug tegund, er breytir mjög útliti eftir staðháttum. Ná- skyld brezkum tegundum, og bendir útbreiðslustefna hennar til þess, að hún sé þaðan upprunnin. Áreiðanlega eftirísaldartegund. 9. Blettafífill (H.stictophyllum) er útbreiddur frá Loðmundar- firði, um Austfirði suður á bóginn til öræfa, svo og á fáeinum stöðum SV-lands. Álít ég, að tegundin sé hingað komin um líkt leyti og Vestmannafífillinn (sjá VIII. kafla). X. Breytingar, er fram koma við ræktun. Brezki undafíflafræðingurinn Pugsley og sænski undafíflafræðing- urinn Dahlstedt gerðu allmikið að því að rækta hinar ýmsu tegundir fíflanna við mismunandi jarðvegsskilyrði, svo að þeir ættu auðveld- ara með að athuga þær breytingar, sem á þeim kynnu að verða og einnig til þess að ganga vir skugga um, hvort kynblöndun ætti sér stað á meðal tegunda af Archieracia. f ljós komu allmiklar modifika- tionir eða ytri breytingar hjá sumum tegundunum, aðrar breyttust lít- ið eða ekkert, nema hvað vaxtarþroska þeirra snerti. Þetta sýnir, að fíflarnir eru sömu lögum háðir og þær jurtir, sem æxlast á eðlilegan hátt, þeim lögum, að mótast mismikið af umhverfinu. En þrátt fyrir kjaramótun sína, halda þeir vissum einkennum óskertum, eða því sem nær, tegundareinkennunum. Ég hef þegar byrjað á að rækta nokkrar íslenzkar tegundir og fengið sömu niðurstöður og aðrir. Sum- ar tegundirnar hafa breytzt allverulega, aðrar ekkert. Breytingarnar

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.