Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 24

Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 24
86 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN útbreiðsluleiðum hún hefur farið á milli landa. Aftur á móti getur undafífilstegund, sem hingað hefur borizt fyrir nokkrum þúsundum ára, breytzt þannig, að hún verði greinilega frábrugðin formóður sinni, og verði talin önnur tegund. Ýmislegt er þó enn sameiginlegt með hinni íslenzku og erlendu tegund, er bendir á ótvíræðan skyld- leika. Við segjum því óhikað, að tegund þessi sé afkomandi þeirrar er- lendu. Með þessum og líkum hætti er oft auðveldara að fylgjast með útbreiðsluleiðum undafíflanna en margra annarra jurta. En allar þessar rannsóknir eru enn á byrjunarstigi og þyrftu að vera annað og meira en lijáverkastarf, eins og þær hafa verið hing- að til. Nákvæmur samanburður grænlenzkra, skandinavískra og brezkra tegunda við þær íslenzku, er annar veigamesti þáttur rann- sóknanna, en hinn er fullkomin þekking á útbreiðslu og vaxtarháttum tegundanna hér á landi. Fyrstu sporin hafa verið stigin í þessum efn- um. Og er það ósk mín og von, að íslenzka ríkið sýni svo mikinn skilning og örlyndi gagnvart téðum rannsóknum, að ekki komi til þess, að jenni í þessi spor.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.