Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 25

Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 25
Sigurður Þórarinsson: ÖskufalL svo að sporrœkt var, og Kötlugosið 1721. Eitt af því, sem þýðingarmikið er að afla vitneskju um, þegar lýsa skal eldgosi og afleiðingum þess, er það, hversu mikið gosið hafi fram- leitt af gosefnum, föstum, loftkenndum og fljótandi. Til að geta reikn- að út öskumagn goss verður að þekkja útbreiðslu öskunnar, rúmtak hennar (volume weight) og þykkt öskulagsins. Þar sem svo hagar til sem hérlendis, að jarðvegsmyndunin er ör og því hægt að aðgreina í jarðvegi öskulög með litlum aldursmun, er oft hægt að komast nokkuð nærri um öskumagn löngu liðinna gosa með þvi einu að rannsaka útbreiðslu og þykkt öskulaga í jarðvegssniðum. Þess er þó að geta, að víðast hefur meira eða minna af öskunni sóp- azt burtu af vatni eða vindi, áður en hún varð jarðvegi hulin. Allar upplýsingar, sem hægt er að fá um þykkt öskulaganna og úthreiðslu strax eftir gos, ei’u því mjög þýðingarmiklar I íslenzkum annálum og öðrum heimildum um eldgos hérlendis er ýmsar upplýsingar að finna um þykkt og útbreiðslu ösku. Sjaldnast er þó um beinar mælingar að ræða, þótt fyrir komi, að þykktin sé tiltekin í einhverjum mælieiningum. T. d. getur séra Daði Halldórs- son (bamsfaðir Ragnheiðar Brynjólfsdóttur biskups) þess í lýsingu á Heklugosinu 1693, að þykkt öskulagsins á efstu bæjum í Eystrihrepp sé „vist en halv Alen over hele Jordfladen11 og í Ytri-Hrepp „næsten fra Quarter paa visse Steder“ (J.S. 422 4°). En algengast er, að um óbeinar upplýsingar sé að ræða, upplýsingar sem draga má af meira eða minna öruggar ályktanir um útbreiðslu og þykkt öskulaganna. Til þess að gefa nokkra hugmynd um, hvers konar upplýsingar venju- lega er um að ræða, skal hér tint til það, sem sagt er um öskufall frá Ivötlugosinu 1721, en um þetta gos, hverju fylgdi eitt af stórkostleg- ustu jökulhlaupum frá Kötlugjá, eru tiltölulega margar og fjölþættar samtímaheimildir. Greinarbezta frásögn af þessu gosi er að finna í

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.