Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 27

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 27
ÖSKUFALL, SVO AÐ SPORRÆKT VAR 89 séð „að stórjakar höfðu af þessu hlaupi farið inn í ölvesárútfall og rekið allt að Hamraenda fyrir sunnan Hraun í ölvesi“. Hefur hann þá þetta vor bæði komið í ölfus og verið vel kunnugt um atburði á Suðurnesjum. Hann getur þess og í þessari viðbótarskýrslu um hlaup- ið, „að jökullinn, sem fram flaut, sást upp yfir kirkjuna frá bænum [Höfðabrekku]“, en í fyrrnefndri frásögn er það haft eftir Runólfi bónda, að í hlaupinu hafi vatnsgangurinn orðið svo mikill, „að þegar hann stóð við bæardyr sínar hafi séð gusurnar á sandinum bera svo við sem þær væru svo háar sem kirkjumænirinn eða jafnvel yfir hann ganga“. Vel má vera, að mér fróðari menn geti leitt rök að því, að Sigurð- ur Stefánsson hafi ekki getað verið við sjóróðra í Garði vorið 1721, og fellur þá þessi tilgáta, en þangað til er ég heyri eða les þau rök, lief ég það fyrir líklegt, að Sigurður liafi skrifað þessa merkilegu goslýsingu. Hér á eftir er tekið saman úr þessari heimild og öðrum aðeins það, er veitir upplýsingar um öskufallið í Kötlugosinu 1721. I viðbótarskýrslunni, sem fyrr getur, segir svo: „Um hlauptimann stóð vindur af suðri og stundum lítið af landsuðri, dreif þá ösku og eldmökkinn hak við Eyjafjallajökul og norðan Fljótshlið og Þríhyrn- ing um Heklufjöll og þessvegna mest í óbyggðir milli sunnan og norðanlands. Lítið öskufall dreif eitt sinn þversum og út á Selvogs- heiði, aska hafði og nokkur komið norðarlega í Borgarfirði og norðan- lands hafði einnig mikið myrkur komið, því það sagði mér Benedikt Þorsteinsson lögmaður (er sat á Rau<5askriÖu. [12]1) í Þingeyjarsýslu) á alþingi, að hann hefði urn hádegi dags sökum öskufallsins hlotiS aS láta tendra Ijós inni í húsum (S.t.s. Isl. IV, bls. 230). 1 anónýmu frásögninni, sem áður var um rætt, segir svo um ösku- fallið: „Árið 1721 þann llta Maii að liðinni Messu sást í Skálholti upp- koma stór svartur mökkur úr Kötlugjá í Mýrdalsjökli, sami mökkur sást strags um morgunin austur í Skaptafells sýslu, á Geyrlandi á Siðu hann sást alt austur í öræfi, hvurjum um sama dags kvöld fylgdu miklar eldíngar með hræðilegum dýnkjum og framm hlaupi jökulsins, sem þá strags framm hljóp fyrsta sinni með ógnarlegum vatnsgangi. 1) Tölur innan homklofn eru þœr sem viðkomnndi stnðir eru merktir með n meðfylgjandi korti (1. mynd).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.