Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 30
92 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN fellsannál: „Á nóttu þess 14. og 16. Maii féll sandur é8a aska víSa um SkagafjörS, varS sporrækt á völlum, sumsstáSar meira. Féll þessi sandur og eystra og syðra í Þingvallasveit [3}.“ (Ann.Isl. I, bls. 626). Þorsteinn prófastur Ketilsson á Hrafnagili í Eyjafirði [10] skrifar í annál sinn, eftir að hafa lýst því, að fyrri hluti vetrar 1721/22 hafi verið harður og hross hungruð vegna þess, að illa hafi heyjazt um sumarið: „Heyið þar til óheilnæmt fyrir sandfoki þvi er kom úr Kötlugjá rrieS soddan myrkva, aS kveikja varS Ijós á björtum degi í húsum. Þetta skeði nærri að hálfvöxnu grasi. Gjörðist hér í EyjafirSi sporrakt af sandinum, og sumsstaSar var hann í skóvarp.“ (Ann. Isl. IV, bls. 651—652). Loks er þess að geta, að síra Eyjólfur Jónsson á Völlum í Svarf- aðardal [11] skrifar í Vallaannál: „ll.d(ag) Maii, 4. sunnudag eftir póska, en 3. í sumri, að fögru veðri og hægu um hádegisstað, heyrð- ust dunur miklar í suðri, þvílíkar sem skothríð væri, og gengu síðan án afláts, allt til næsta frjádags (16. Maii). Sást þá eldur gjósa í lopt upp nær hádegisstað, en þó ekki lengi; fylgdi þeim eldi myrkur mik- ið sunnan yfir og suðaustan, er jókst því meir, sem leið á daginn, og var svo mikið um miðaptan og þaðan af til náttmála, að trautt mátti frá sér sjá. Fylgdi myrkri þessu sandfall svo mikiS um norSurlandiS allt vestur til SvarfaSardals, svo sporrœkt varS á túnum, en hvorki náði lengra myrkrið né sandfallið svo segja mætti, eimdi eptir af því nokkra daga síðan, en þó ekki væri líkt við það er greindan dag varð.“ (Ann. Isl. I, bls. 518—519). Hér að framan hafa verið dregnar saman þær heimildir um ösku- fall í gosinu 1721, sem teljast mega samtimaheimildir og eru nokkuð ábyggilegar. Það eykur tiltrú til þessara heimilda, að þær stangast hvergi, heldur styrkja miklu fremur hver aðra. Upplýsingar Sigurðar Stefánssonar um vindáttina koma mjög heim við útbreiðslu og þykkt- ardreifingu öskunnar samkvæmt öðrum heimildum. Spurningin er þá: er hægt að draga nokkrar mældar (kvantitatívar) ályktanir um öskufallið af ofangreindum upplýsingum? Á kortið á 1. mynd hefi ég merkt þá staði, sem öruggt er um, að aska hafi fallið ó. Af korti þessu má draga þá ályktun, að aska hafi fallið yfir gjörvallan Sunnlend- ingafjórðung, og mestan hluta Vestfirðinga- og Norðlendingafjórðungs, eða yfir meira en 65 þúsund ferkílómetra lands. En þar með er ekk- ert sagt um öskumagnið, nema eitthvað sé vitað um öskuþykktina, og er þá að athuga nánar þær upplýsingar, sem fyrir liggja. Upplýs- ingin, sem oftast er gefin í ofanskráðum heimildum, er sú, að ösku-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.