Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 31
ÖSKUFALL, SVO AÐ SPOKRÆKT VAR
93
fall hafi orðið, „svo að sporrækt varð“. Þetta er yfir höfuð algengasta
upplýsingin um öskufall í íslenzkum eldgosalýsingum fyrr og siðar.
f fyrsta sinn kemur hún fyrir, mér vitanlega, í annálsbroti frá Skál-
holti, sem talið er skrifað í Möðruvallaklaustri á síðari hluta 14. aldar.
Þar segir um gosið í Öræfajökli 1362, að „öskufall bar nordr um land
sua at sporrækt var“ (Storm, Isl. Ann., bls. 226).
Hvað þarf nú mikla ösku, til að sporrækt verði? Ekki er mér kunn-
ugt um neinar mælingar á þessu utan þeirrar, er bráðum getur. Þó
er það að nefna, að i ítarlegri og mjög athyglisverðri lýsingu á gosi
í Vatnajökli (í Grímsvötnum og e. t. v. víðar) haustið 1923, ritaðri
af Þorkeli Þorkelssyni (Tímarit V.F.I., 1923), er þess getið, að norð-
ur í Staðarseli i Þistilfirði hafi orðið sporrækt af öskufalli í flögum
þ. 6. okt., og bætir höf. við: „má líklega gera ráð fyrir, að askan hafi
þá verið um 10 g á flatarmetra“ (l.c., bls. 34). Hér mun þó um
hreina ágizkun að ræða. Samkvæmt mælingum Þorkels var rúmtak
þeirrar ösku, sem féll í þessu gosi austanlands, að meðaltali 1.02, og
ætti öskulagið í Staðarseli samkvæmt því að hafa verið aðeins einn
hundraðasti úr millimetra.
Dag nokkurn vorið 1947, nánar tiltekið þ. 9. maí, gafst mér tæki-
færi til þess að mæla, hversu mikið þyrfti að falla af fingerðri ösku
til þess, að sporrækt yrði á graslendi. Ég var staddur austur á Ásólfs-
stöðum í Þjórsárdal þennan dag. Um eftirmiðdaginn var lítið gos í
Heklu og bjart í lofti, en á 18. tímanum tóku Axlargígur og Topp-
gígur að þeyta upp ösku i stórum stíl, og þar eð vindur stóð beint af
Heklu var sýnt, að brátt myndi aska fara að falla á Ásólfsstöðum.
Bjóst ég því í skyndi til að mæla öskufallið og reyna að komast að
einhverri niðurstöðu um það, hversu mikið hefði fallið, þegar spor-
rækt yrði. öskufallið byrjaði kl. 17:30 og nokkuð snögglega. Var það
síðan mjög jafnt að því er virtist þar til kl. 19:45, þá dró heldur úr
því, og kl. 20:20 hætti það næstum því eins skyndilega og það hafði
byrjað. Á tímabilinu 17:30—20:20 féllu 45.5 gr. á 900 fersm. i'löt,
þ. e. 0.05 gr/sm2 á 170 minútum eða 3X10 '4 gr/sm2 á sekúndu, en
á tímabilinu 18:20—20:20 féllu 12.5 gr á flöt, sem var 360 sm2, þ. e.
0.035 gr/sm2 á 120 mínútum eða 3X10-4 gr/sm2 á sek. Sýnir þetta,
að askan féll jafnt fyrsta tímann og næstu tvo tímana. Nokkuð dimmdi,
meðan á þessu öskufalli stóð, en þó ekki svo, að kveikja þyrfti ljós
inni. öskugosinu fylgdu lágar drunur og strjálar, en langdregnar, og
smáir, strjálir regndropar féllu í byrjun öskufallsins, en annars var
þurrviðri og hæg gola.