Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 32
94
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Á7~/
2. mynd. Öskufall frá Heklu á Ásólfsstöðum 9. maí 1947. — Tevhra-fall from Hekla
at Ásólfsstadir on May 9th- 1947.
Hund og mann lét ég spígspora um túnið af og til, meðan á ösku-
fallinu stóð, og gætti þess, hvenær sporrækt yrði. Kl. 19:30, tveimur
tímum eftir að öskufallið hófst, var orðið sæmilega sporrækt, og kl.
20:00 tók ég mynd þá, er hér fylgir (3. mynd), en fyrr var ekki hægt
að taka mynd vegna þess hve skuggsýnt var. Á 2. mynd eru sýndar
með línuriti þessar öskufallsmælingar. Línuritið, sem skýrir sig sjálft,
sýnir, að þegar sæmilega sporrækt var orðið á túninu, var ösku-
magnið orðið 0.035 gr á fersm, en rösklega 0.04 gr var það orðið,
þegar Ijósmyndin var tekin. Kornastærð þessarar ösku (þvermál
korna) var eftirfarandi, samkvæmt mælingum Vilhjálms Guðmunds-
sonar, verkfræðings:
>0.50mm 0.0%
0.50—0.25 mm 10.5%
0.25—0.125 mm 44.5%
0.125—0.075 mm 16.7%
0.075—0.062 mm 8.1%
<0.062 mm 20.2%