Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 37
Einar H. Einarsson:
Breytingar á fuglalífi í Mýrdal
írá því um 1920
Fyrst vil ég geta arnarins, konungsins sjálfs. Fyrir 1920 og nokk-
uð lengur kom það ekki svo sjaldan fyrir, að hann sæist svífa á sínum
hreiðu vængjum hér yfir ijallsbrúnunum, en síðan fyrir 1930 hefur
hann ekki sézt hér, svo ég viti. Góðar heimildir hef ég fyrir því, að
hann hafi verpt hér a. m. k. á þrem stöðum fram undir siðustu alda-
mót.
Annar fugl er fálkinn, sem að mestu eða öllu er horfinn héðan.
Allt fram að 1935 sást hann hér á hverju ári, og sum árin virtist all-
mikið af honum, sérstaklega man ég, að mikið bar á honum hörðu vet-
urna um og fyrir 1920. Var hann þá lítt þokkaður af okkur krökk-
unum, því honum þóttu stokkendurnar, er jafnan halda sig á og
við Deildarána, ljúffengur matur. Eftir mildu veturna um 1930 fór
að bera minna á honum, og nú síðustu 10 árin hef ég alls ekki séð
hann. Ekki vissi ég til þess, að fálkinn verpti hér eftir að ég man
eftir, en það sagði Jón Gíslason á Norðurgötum mér, að nokkru fyrir
síðustu aldamót hefði hann vitað til, að fálki verpti í svonefndu Galt-
árgljúfri í Heiðarheiði, en það er eini staðurinn, sem ég hef fengið
örugga heimild fyrir að hann hafi verpt hér.
Keldusvín var hér mjög algengt allt fram yfir 1935, en nú virð-
ist það að mestu horfið. Til dæmis vorið 1949, um fyrstu sumarhelg-
ina, drapst hér mýrispíta svo hundruðum og jafnvel þúsundum
skipti, og nokkuð af skógarþresti, tjaldi og lóu, en ekki fann
ég eitt einasta keldusvín, og hefði það þó vart átt að þola slíkt íhlaup
betur en aðrir fuglar.
Fyrir Kötlugosið 1918 var hér allmikið af rjúpu, en veturinn eftir
og veturinn 1919—20 féll hún hér svo, að mörg ár eftir það var nærri
hending, að hér sæist rjúpa, þar til nú síðustu árin, að henni hefur
mjög fjölgað. Um orsakir þess, að hún féll svo mjög eftir Kötlugosið,
hef ég gert mér í hug eftirfarandi: