Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 38

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 38
100 NÁTTDRUFRÆÐINGURINN Fyrst og frenist skemmdust heiðarnar hér stórlega af vikurfalli úr Kötlu, og mun sú skemmd ekki sízt hafa bitnað á öllum kvistgróðri og lyngi, svo að matföng hafa verið lítil fyrir rjúpuna, en vetur harð- ir. Svo tel ég, að vikurinn hafi á annan hátt valdið dauða hennar, því ég man eftir því, að ég skoðaði í innýfli úr nokkrum dauðum rjúpum, og var í þeim allmikið af vikri, og heyrði ég marga eigna því dauða liennar. Þá er það fýllinn, þessi uppáhaldsfugl allra sannra Mýrdæla að fornu og nýju. Það mun óhætt að slá því föstu, að honum hafi stór- fækkað, þó búferlaflutningur hans innan héraðs geri erfiðara fyrir að fylgjast með fækkun hans. Siðari árin hefur hann breytt hér allveru- lega um búsetu; við sjávarsíðuna hefur honum sífellt fækkað, svo sem í Reynisfjalli, hömrunum fyrir austan Vík og í Hjörleifshöfða. En í gljúfrunum í norðurheiðum hefur hann aukizt ár frá ári, og er nú farinn að verpa sums staðar alla leið inn að jökli. Hann verpir t. d. orðið allmikið í svonefndu Gvendarfelli, sem er í suðurbrún Mýrdals- jökuls og jökli girt að mestu á þrjá vegu. Mér virðast þessir flutn- ingar hans standa í mjög nánu sambandi við hlýrri og snjóléttari vet- ur síðari ára, en af þeim leiðir, að fljótar tekur snjó af sillum í gljúfr- unum og gróður fer fyrr að koma til, því það hefur mér virzt, að hann meti mikils, að gróður sé farinn að koma til í berginu áður en hann fer að verpa, og mér virðist varptími hans fara mjög eftir þvi, hve snemma grær. Þessa skoðun mína á ástæðum að búferlaflutningi fýlsins byggi ég aðallega á því, að vorin 1949 og 1952 tók snjó seint úr heiðum og greri óvenju seint, og þau ár verpti hann með minna móti í gljúfrunum í norðurheiðunum, en með meira móti við sjóinn. Nokkrir flökkufuglar, sem oft voru hér á ferð um og eftir 1920, hafa ekki látið sjá sig síðari árin. Fyrst er þá að telja vepjuna. Hún var hér algeng á vetrum allt fram yfir 1930, og voru þá stund- um margar í hóp. Var hún hér kölluð ísakráka, og taldi gamalt fólk það vita á frost og snjóa, ef mikið var af henni. En síðan 1940 veit ég ekki til, að hún hafi sézt hér. Annar flækingur hefur ekki látið sjá sig í mörg ár, sem sást hér oft á hverjum vetri á árunum um 1920, en það er litli hrafninn, sem hér var ávallt kallaður fæfeyski hrafninn, og mun ég ætíð kalla hann svo; mér þótti það gott nafn, þegar ég var krakki, og krummi sá var góður kunningi minn. Þótti honum sýnilega mjög vænt um, væri góður biti að honum réttur. Fleiri flækinga vil ég ekki nafngreina í þessu sambandi, þar sem

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.