Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 45

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 45
Eysteinn Tryggvason: Andrúmsloftið og kolsýran Andrúmsloftið er saman sett af ýmsum lofttegundum, og er hlut- fallið milli þeirra við yfirborð jarðar eins og segir í töflunni. Er þar gert ráð fyrir, að loftið sé þurrt, en vatnsgufan í loftinu er mjög breytileg. Tafla, sem sýnir hlutdeild ýmissa lofttegunda í andrúmsloftinu í hundráSshlutum rúmmáls: Köfnunarefni (N2) 78.084 Súrefni (Oo) 20.946 Argon (A) 0.934 Kolsýra (C02) 0.033 Neon (Ne) 0.001818 Helium (He) 0.000524 Metan (CH4) 0.0002 Krypton (Kr) 0.000114 Vetni (H2) 0.00005 (N20) 0.00005 Xenon (Xe) 0.0000087 Til skamms tíma álitu visindamenn, að samsetning loftsins breytt- ist mikið með hæð frá jörð vegna aðdráttarafls jarðarinnar, þannig að þyngri lofttegundir væru einkum nálægt yfirborði jarðarinnar, en hærra uppi bæri meira á léttari lofttegundum, svo sem vetni og hel- ium. Á síðustu árum hafa verið gerðar mælingar á samsetningu lofts- ins upp í nálægt 100 km hæð. Hafa eldflaugar, sem skotið var upp, verið þannig útbúnar, að þær tóku sýnishorn af loftinu í mismunandi hæð og voru þau síðan efnagreind. Þessar rannsóknir hafa sýnt, að efnasamsetning loftsins er óbreytt frá yfirborði jarðarinnar upp í 60 km hæð, en þar fyrir ofan verður vart örlítillar aukningar í hlut- falli léttu lofttegundanna, þannig að í um 90 km hæð er hlutfalls- lega þrisvar sinnum meira af helium en en við jörð, eða um 0.0015%. 1 töflunni er kolsýran talin nema 0.033% af andrúmsloftinu. Á síðustu áratugum hefur verið brennt ógrynni af kolum og oliu á jörð-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.