Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 47
Hitt og þetta
Fornleifafundir í Kína
í Choukoutien i Norður-Kína hafa nýlega fundizt merkilegar forn-
leifar, en rannsóknir á þessum slóðum hafa legið niðri síðast liðin 12
ár. Nú fundust þarna fimm tennur úr Peking-manninum, og enn
fremur upphandleggsbein og sköfnungsbein, sem voru grafin úr jörðu
áður en Japanir réðust á landið. Þau hafa nú verið rannsökuð og
reynzt leifar Peking-mannsins.
1 Vestur-Kína hafa í fyrsta skipti fundizt steingerð mannabein í
jörðu. Pei Wenchung, þekktur fornleifafræðingur, sem fengizt hefur
við rannsóknir á Peking-manninum, fann þar hluta úr höfuðkúpu af
10 ára telpu, er uppi var seint á Pleistocene-tímanum. Þessi höfuð-
kúpa er af gerð nútímamannsins, og er sennilega meira en 10000 ára
gömul. Þetta eru fyrstu sannanirnar fyrir því, að nútímamaðurinn
hafi lifað í Kína á þeim tíma. Þess er vænzt, að hægt verði að ákveða
aldur höfuðkúpunnar nánar með rannsóknum á valhnetu- og eikar-
leifum, er fundust i sama sand- og malarlagi og mannabeinin.
( „Science“ ).
„Margt býr í sjónum"
Haffræðingar Columbia-háskólans í Bandaríkjunum hafa skýrt frá
því, að þeir hafi fundið 100 milljón ára gömul, steingerð sjávardýr á
botni Atlantshafsins. Steingervingarnir fundust í botnleðju-sýnishorn-
um, er tekin voru út af Bermuda i siðustu ferð „Vema“, rannsóknar-
skips háskólans.
W. Maurice Ewing, forstjóri Lamont-jarðfræðistofnunarinnar í
Palisades, N.Y., segir, að þetta séu elztu leifar, er fundizt hafi í botn-
leðju úthafanna fram til þessa. Rannsóknirnar voru gerðar á 20—30
mílna svæði i nánd við Bermuda, og steingervingarnir, er upp komu,
voru af útdauðu skeldýri, Inoceramus.
(,,Science“).